Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 51
JÓN KR. ÍSFELD:
Ovenjuleg æskuminning
Á yngri árum átti ég heima uppi í sveit. Þessi sveit lá alllangt £rá
kaupstað. Á haustin, þegar £é var rekið til slátrunar, voru 2—3 menn
sendir frá hverjum bæ með rekstrunum og urðu að dvelja nætur-
langt á bæ einum á leiðinni.
Haust það, er ég 16 ár hafði notið lífsbirtunnar, var ég sendur
til kaupstaðar með rekstur, auk tveggja annarra karlmanna.
Ferð okkar gekk ágætlega, nema einstaka lamb leitaði við og við
í faðm okkar, hinna góðu hirða.
Þegar við loks komum að bæ þeim, sem venja var að gista á, var
allmjög tekið að húma. Við rákum féð í fjárhelda girðingu og geng-
um síðan til bæjar.
Nutum við þar næringar hjá hinum gestrisna bónda, en sögðum
honum jafnframt hin helztu tíðindi úr okkar sveit.
Ég var orðinn all-syfjaður og þreyttur, er borðræðum og borð-
iialdi var lokið. Hér varð ég að skilja við félaga mína, er hvílast
skyldu í baðstofunni hjá eldra fólkinu. — Sá ég síðar, að þar hvíldu
sig konur og karlar, sitt hvoru megin undir súðinni. — Dáindisfríð
vinnukona slóst í för með mér og skyldi hún vísa mér til sængur.
Hún hélt á kerti í hendinni, og lét hún það á smáborð við hvílu þá,
sem hún sagði að ég ætti að sofa í. Bauð hún mér síðan góða nótt og
gekk út úr herberginu. Þegar hún gekk út, slokknaði á kertinu af
völdum dragsúgs. Ég var nú staddur í myrkrinu og gat ekki úr því
bætt, því að þá var ég ekki farinn að reykja og bera á mér eldspýtur.
Ég afklæddi mig í skyndi og hóf mig upp í rúmið. Ég fann að sæng-
in var volg, og þegar ég færði mig lengra upp í rúmið, fann ég, að
ég var ekki einn. Ég minntist þess, að bóndinn hafði sagt all-gest-