Húnavaka - 01.05.1966, Síða 55
BJORN BERGMANN:
Á Skagfirh ingavegi
Á liðnum öldum lá fjölfarin þjóðleið upp frá Mælifelli í Skaga-
firði og suður á land. Á Eyvindarstaðaheiði skiptist vegurinn. Lá
annar suður yfir Kjöl, en hinn suðvestur yfir Blöndu, Auðkúlu-
heiði, Öldur og Stórasand að Arnarvatni. Var lengst af kallað, að
menn færu Sand, er þeir fóru þann veg, en síðar hlaut hann nafnið
Skagfirðingavegur og ber það heiti enn. Við Arnarvatn kemur hann
saman við Grímstunguheiðarveg. Þaðan liggur leiðin yfir Arnar-
vatnsheiði að Kalmanstungu, síðan yfir Kaldadal og suður í Þing-
vallasveit.
Ferðir um Sprengisandsveg lögðust að mestu niður fyrir nokkr-
um öldum, og þá mun umferðin hafa færzt yfir á Vatnahjallaveg og
Kjalveg. Eftir slysför Reynistaðarbræðra, árið 1780, tókust ferðir yfir
Kjöl næstum alveg af. Er þá líklegt að ferðir um Skagfirðingaveg
hafi aukizt að mun.
Um 1880 voru gerðar stórfelldar vegabætur á Grímstunguheiðar-
vegi. Þá lauk að mestu sögu Skagfirðingavegar. Eftir það var leiðin
um Grímstunguheiði, Arnarvatnsheiði og Kaldadal eina þjóðleiðin
yfir hálendið milli Norðnr- og Suðurlands, og hún var alltaf fjöl-
farin meðan hestar voru almennt notaðir í langferðum.
Fátt hefur verið ritað um Skagfirðingaveg. Hann lagðist niður fyr-
ir minni þeirra manna, sem nú eru aldraðir orðnir, og slysfara eða
stórfelldra hrakninga er ekki getið í sambandi við hann, en slíkir
atburðir hafa jafnan þótt frásagnarverðir. Slitur af sögu vegarins
má þó rekja þúsund ár aftur í aldir.
í Grettissögu er frásögn um för Þorbjarnar önguls, er hann reið
til þings og ætlaði að hafa höfuð Grettis með sér þangað. Halldór,