Húnavaka - 01.05.1966, Page 56
54
HÚNAVAKA
Grettisheeð.
mágur Önguls, hitti hann á leiðinni og réð honum frá þeirri fyrir-
ætlan. „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður.
Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er
það kölluð Grettisþúfa". Þannig segir höfundur Grettissögu frá.
Hér getur tæplega verið átt við aðra leið en þá, sem nú heitir
Skagfirðingavegur. Stórisandur var jafnan kallaður Sandur og ber
það heiti enn hjá flestum, sem næstir honum búa. Grettisþúfunafnið
er ekki lengur notað, en Grettishæð heitir alkunnur og mjög áber-
andi staður á Stórasandi fast við Skagfirðingaveg. Sést hún langt að
úr öllum áttum.
Sandsvegar er víðar getið í fornum ritum, en ekki verður það rak-
ið hér. Norðan við Bláfell á Sandi liggur vegurinn yfir flatt klappar-
holt, sem er alþakið þunnum hellum. Á holtinu standa margar vörð-
ur. Heita þær Ólafsvörður og eru kenndar við Ólaf Hjaltason, sem
var biskup á Hólum 1552—1569 og fyrsti biskup þar í lútherskum
sið. Ekki veit ég um sannindi þeirrar sagnar, en vörðunum og sögu
þeirra er lýst í ritgerð, sem heitir „Um heiðar og vegu nokkra á
íslandi". Hún er prentuð í Hrakningum og heiðavegum, IV. bindi,