Húnavaka - 01.05.1966, Page 57
HÚNAVAKA
55
Frd Ólafsvörðum. Bldfell i baksýn.
og talin vera a. m. k. um 200 ára gömul. Þar segir: „Ólafsvörður
heita hér einnig XI eður XII. Þær skulu kenndar við biskup Ólaf
Hjaltason á Hólum, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um haust-
tíma og hans fylgjarar eins margir og vörðurnar eru, því hver einn
átti að hlaða vörðu fyrir sig sér til hita og uppihalds, þar ei hefur
orðið tjaldað, með því í þessu plássi er ei utan grjót og urðir“.
Enn þann dag í dag eru vörðurnar „XI eður XII“. Þær eru ólíkar
að stærð og gerð, og bendir það til þess, að þarna hafi margir og
misjafnlega hagir menn verið að verki. Sumar hafa raskazt dálítið
en aðrar virðast óhaggaðar.
Fyrir nær 20 árum var hellum bætt ofan á nokkrar vörður. Þau
nývirki skera sig úr, því að gróskumikil geitnaskóf vex á gömlu hell-
unum, en hinar eru berar. Skófin er mjög lengi að ná þroska, en
vegna sandfoks á þessum slóðum getur hún ekki náð að vaxa á grjóti,
sem liggur flatt á jörð.
Skammt ofan við Búðarárdrög liggur vegurinn yfir mjög grýtt
holt. Eru þar víða stór björg eða Grettistök og á þeim standa litlar
vörður. Enginn veit aldur þeirra og engar sögur eru til um þær.
En allar virðast þær vera gamlar, og gætu verið frá tíð Grettis, því
að undirstaðan er óhagganleg.