Húnavaka - 01.05.1966, Síða 58
56
HÚNAVAKA
Frá Arnarvatni liggur vegurinn upp sunnanverð Búðarárdrög.
Þar er víða þurr og algróin jörð. A köfluxn er vegurinn að mestu
eða öllu horfinn, en annars staðar liggja fjölmargar reiðgötur hlið
við hlið. Hið sama sést hér og þar á Auðkúluheiði og Eyvindai'staða-
heiði, nema hvað þar eru til enn þá fleiri götur, jafnvel yfir 30.
Götur geta haldizt ótrúlega lengi á þurru harðlendi, þar sem áfok
er lítið. Aldrei voru nema fáar götur í notkun samtímis. Hinar greru
upp, og nú eru þær allar grónar, því að hestar ferðamanna troða
þær ekki lengur. En þær eru traustar heimildir um það, hve Skag-
firðingavegur var fjölfarin þjóðleið.
Á Há-Sandi stendur varða fast við veginn. Lítið lætur hún yfir
sér og skortir alla reisn. En hún sker sig úr öðrum vörðum á tvenn-
an hátt, því að umhverfis hana er algróinn grasblettur, og bæði í
vörðunni og við hana eru mosavaxin stórgripabein. Þetta er gömul
beinakerling, fræg á þeirri tíð, er Skagfirðingavegur var þjóðleið,
en flestum gleymd í seinni tíð. Ferðamenn gerðu sér oft til garnans
að yrkja vísur í nafni beinakerlinganna, skrifa þær á miða, sem þeir
smeygðu inn í hrosslegg eða hnútu og settu í vörðuna. Beinakerl-
ingarnar buðu ferðamönnum blíðu sína og óskuðu eftir nánurn at-
lotum þeirra. En þær voru tíðum lítt fágaðar í orðum, og vísurnar
Beinakerlingin á Sandi.