Húnavaka - 01.05.1966, Page 60
58
HÚNAVAKA
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
Þannig er Skagfirðingavegur tengdur minningu tveggja stórskálda
okkar. Þriðja stórskáldið, Bjarni Thorarensen, kemur ekki síður við
sögu vegarins þó á annan hátt sé. Bjarni bjó þá í Gufunesi. Hann
var mikill áhugamaður um vegabætur á fjallvegum og gekkst fyrir
stofnun Fjallvegafélagsins árið 1831. í bréfum Bjarna er ýmsan fróð-
leik um jrað að finna. Hann kvað varla hafa verið stofnað fátækara
félag, en vildi þó ekki leita styrks hjá stjórnarvöldunum, heldur afla
lélaginu tjár með samskotum. Hann taldi ráðamenn í Reykjavík
liafa meiri áhuga á að fá ökufæra vegi í grennd við Reykjavík, en
dugurinn væri ekki meiri en það, að þeir væru ekki enn búnir að
gera ökufæran veg að mógröfum sínum, þrátt fyrir mikið bjástur og
kostnað í tvö ár. Ef þeir fengju að ráða mundi mikill hluti fjárins
fara í athuganir, ráðagerðir og verkstjórn og auk þess hætt við, að í
vegagerðina yrðu ráðnir menn, sem eyddu miklum tíma í samræður
og dund, en létu sig framgang verksins litlu skipta.
Tekjur félagsins urðu aldrei miklar og saga þess ekki löng. En á
tveimur árum tókst því að gera stórvirki. Það lét hlaða 110 vörður á
Varða á Grettistaki.