Húnavaka - 01.05.1966, Page 61
HÚNAVAKA
59
Rilðningur jrd lið Fjnllvegafélagsins.
Holtavörðuheiði, ryðja veginn og byggja sæluhús. í húsinu var eng-
in spýta nema í hurðinni. Allt varð að spara og nýta hvern pening
til hins ýtrasta. Bjarni hafði séð þak á hesthúsi austur í Ölfusi hlað-
ið úr strengjum. Þar fékk hann fyrirmynd að sæluhúsinu á Holta-
vörðuheiði. Vegurinn yfir Þorvaldsháls á Arnarvatnsheiði var rudd-
ur, en liann þótti versti kaflinn á þeirri leið, og Sandur var ruddur
og varðaður. Næsta sumar lét félagið ryðja Vatnahjallaveg og Gríms-
tunguheiðarveg.
Holtavörðuheiði var fjölfarin á öllum tímum árs. Þar taldi Bjarni
nauðsynlegt að hafa háar vörður, sem stæðu vel upp úr snjó og svo
þéttar, að ferðamenn gætu ratað eftir þeim í dimmviðri. Öðru máli
kvað hann gegna um Sand og aðra öræfavegi, sem aðeins væru farn-
ir á sumrin, þar rnættu vörðurnar vera bæði færri og lægri. Líklega
hafa reiðgötur aldrei haldizt við á Sandi frá ári til árs. Að öðrum
kosti hefðu vörðurnar verið óþarfar. Þær eru of fáar og lágar til þess
að hægt sé að rata eftir þeim í dimmviðri, en enginn vandi að rata
á sumrin, ef glöggar götur hefðu sézt. Hins vegar gat verið örðugt
íyrir aðra en ratvísa menn og kunnuga að fara stytztu og beztu leið,
ef hvorki sáust götur né vörður.
Fyrir nokkrum árum var ég á norðurleið yfir Sand með Birni