Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 64
SÉRA PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Minningar Gísla Einarssonar
I.
Gísli Einarsson, er lengst af bjó í Viðvík í Höfðakaupstað er nú
meðal elztu sjómanna, enda níræður að aldri og hinn ernasti.
Hann er maður svipmikill, þéttvaxinn og vel á sig kominn að
vallarsvip.
Á síðasta sjómannadegi, var hann einn af þremur öldnum sjó-
mönnum, er hlutu heiðursmerki sjómannadagsráðs.
Gísli Einarsson er fæddur 5. ágúst 1875 í Hafursstaðakoti í Vind-
hælishreppi. Foreldrar hans voru Einar Gíslason frá Köldukinn,
bróðir Hannesar á Fjósum í Svartárdal, en dóttursonur hans er
Hannes Guðmundsson á Auðólfsstöðum í Langadal. Kona Einars
Gíslasonar, móðir Gísla, var María Guðmundsdóttir, systir Guð-
mundar á Torfalæk föður Páls Kolka læknis.
Gísli ólst upp með foreldrum sínum, í Hafursstaðakoti. Það er
eigi stór jörð, og þar var oft helzta bjargræðið sjávargagn, en úr
Hafursstaðavík var löngum útræði. Gerði sér þar eitt sinn tómthús,
Hjálmar Hjálmarsson skálds frá Bólu, er nefndist Hafursstaðabúð,
og reri til fiskjar.
Gísli Einarsson fór snemma að stunda sjó, er varð hans ævistarf
fram yfir sjötugt. Hann reri ávallt héðan af Ströndinni, en fór eigi
til fjarlægra héraða til sjóróðra, þó að hann ætti þess kost.
Faðir hans andaðist 1887, er Gísli var 12 ára. Bjó hann síðan með
móður sinni um árabil, en hún lét halda út báti úr Hafursstaðavík.
Gísli reri fyrst á þessum báti vorið, sem hann var fermdur. En árið
eftir, þá 15 ára, var hann látinn róa í Kálfshamarsvík á haustvertíð.
Það þótti rnikið lagt á óharðnaðan ungling, enda var það hans erfið-
asta vertíð um dagana.