Húnavaka - 01.05.1966, Side 66
64
HÚNAVAKA
Gísli sagðist hafa leyfi landeiganda á Sigríðarstöðum og eigi séð
nein landamerki. Eggert bóndi hafði nú gripið fangalínuna og sagð-
ist eigi sleppa þeim, utan þeir lofuðu að greiða tollinn. Þeir félagar,
Gísli og Jóhann, héldu að lítið gagn væri honum í loforði um gjald-
ið, því að þeir væru peningalausir, gætu þetta orðið svik ein, enda
væri það Sigríðarstaðabóndans að hljóta tollinn. Heimtaði Eggert
nú kræklinginn, ef sér væri ekki greitt. Meðan á þessu þrefi stóð
hafði Gísli farið ofan í vasa sinn og fundið sjálfskeiðing, er hann
bar ávallt á sér. Opnaði hann nú hnífinn í vasa sínum, svo lítið bar
á. Fangalínan, sem Eggert hélt í var hnýtt í stafnlokið og lá yfir
borðstokkinn. Gísli bað nú Jóhann að stjaka bátnum aðeins frá, svo
að hann tæki eigi niðri, en útfall var. I sama mund og Jóhann stjak-
aði frá skar Gísli með skyndingu á fangalínuna. Hélt Eggert þá á
fangalínustubbnum og sagði Gísli að þar hefði hann leiguna, en
Jóhann varpaði til hans kræklingsskel með þeim ummælum að þar
fengi hann beituna. Hrósuðu þeir félagar happi að vera lausir við
Eggert bónda á Ósum, en komust að þeirri niðurstöðu að hann
mundi hafa haft að miklu leyti rétt fyrir sér, því að meira hefðu þeir
tekið að vestanverðu við ósinn, en sjálfir hefðu þeir ekki gert sér
grein fyrir því í upphafi. Bjuggust þeir við að fá kröfu frá Eggert,
en hún kom aldrei.
Mörgum árum seinna var Gísli Einarsson í skipavinnu á Blöndu-
ósi, hitti hann þá Eggert Leví og þekkti hvor annan. Rifjuðu þeir
þá upp þetta atvik og hló Eggert mikið að, sagðist hann hafa búizt
við að þeir strákarnir myndu gugna, er hann krafði þá um beitu-
tollinn forðum, en dáðist að því eftir á, hve snarlega þeir björguðu
sér úr landhelgi hans.
Þeir félagar fóru eigi fleiri ferðir í beitufjöru í Sigríðarstaðaós.
Varð þeim þungróið bátnum heim, en hann var mjög hlaðinn.
Settu þeir kræklinginn í stæði í klettavík fyrir Ytri-Eyjarlandi
og tóku hann svo til beitu eftir þörfum. Öfluðu þeir oft vel um
sumarið á hann.
Eftir aldamót fóru menn að nota kúfisk til beitu og höfðu plóga
til þess að afla hans, reyndist hann oft hin bezta beita.
II.
Veturinn 1901—1902 var frosta- og ísavetur, lá ísinn framyfir
sumarmál. Eitt helzta bjargræði manna var þá jafnan er svo áraði
J