Húnavaka - 01.05.1966, Síða 69
HÚNAVAKA
67
Gísli starfaði að þessu í tíð þeirra héraðslæknanna, Jónasar Sveins-
sonar og Páls Kolka. Starf sóttvarnarmanna eða sótrhreinsunarmanna
var að fara heim á bæi, þar sem næmir sjúkdómar höfðu gengið, en
voru í rénun, sjúklingar dáið eða voru komnir á flakk. Þessi heimili
höfðu þá verið einangruð langan tíma. Sóttvarnarmaður hafði með
sér Iýsól, sublimat og brennistein.
Hitað var vatn á bæjum og í það blandað lýsóli eða sublimati
eftir forskrift, er læknirinn lét í té. Allur þvottur og sérstaklega úr
rúmi sjúklingsins og nærföt hans voru látin í þennan lög. Öll föt
voru yfirfarin, þau steinkuð og síðan yfirfarin með bursta. Þá voru
þiljur og gólf steinkuð og síðan þvegin með kústi. Allar heilar bæk-
ur voru hengdar á snúru, þannig að snúran kom á milli blaðsíðn-
anna og héngu þær á opnum kjölnum. Síðan var tekinn fram pottur
með glóð, látinn þar í brennisteinn. Varð af þessu reykjarsvæla, er
lagði á bækurnar. Heldur þótti hún ónotaleg.
Gjaldið fyrir að sótthreinsa hvert býli var 5 krónur, enda var
þetta oft fuilkomið dagsverk.
Gísli þurfti einu sinni að sótthreinsa öll hús í Kálfshamarsvík.
Hafði hann þá þrjú hús undir í einu. Lét hann þá búendur sjálfa
framkvæma sótthreinsunina, en hafði yfirumsjón með henni og gekk
á milli húsanna. Þótti það mikið kaup, 15 krónur á dag. Þessi starfi
Gísla heppnaðist honum vel. Aldrei tók hann veiki þá, er geisaði, né
kom hún upp þar, er hann hafði sótthreinsað.
V.
Hér er lokið rabbi mínu við Gísla Einarsson, en hér má við bæta.
Gísli Einarsson kvæntist árið 1903, Guðnýju Þorvaldsdóttur. Þau
hófu búskap í Hafursstaðakoti, en fluttust 1906 til Höfðakaupstaðar
og bjuggu lengst af í Viðvík. í Höfðakaupstað stundaði Gísli jafn-
an sjó og hafði kindur. Þau hjón eignuðust þessi börn, er upp kom-
ust: Snorra sjómann í Höfðatúni í Höfðakaupstað, Maríu og Önnu,
sem búsettar eru í Reykjavík og Björgu, sem búsett var þar líka, en
er nú látin.
Kona Gísla, Guðný Þorvaldsdóttir, andaðist árið 1953.
Gísli Einarsson þótti ágætur sjómaður og fiskinn. Hann er maður
vel látinn, bókhneigður og fróðleiksgjarn. Hin síðustu ár hefur hann
dvalið í Reykholti í Höfðakaupstað.
L