Húnavaka - 01.05.1966, Side 77
KRISTÍN SIGVALDADÓTTIR:
Jól
oiaminnmg
Oft finnst börnum aðfangadagur jóla vera lengi að líða. Það þekkj-
um við öll. Veldur því tilhlökkunin um það, sem kvöldið hefur
að færa okkur. Frá bernskudögum mínum man ég sérstaklega eftir
einum, sem var sá lengsti dagur, er ég þá hafði lifað.
Það var mikil hríð og við krakkarnir gátum ekkert farið út, en
það hefði stytt okkur tímann. En það sem olli okkur mestum
áhyggjum var að Hjörleifur Sigfússon (Marka-Leifi), þá til heim-
ilis að Bollastöðum, hafði farið norður á Sauðárkrók og ætlaði endi-
lega að ná heim til sín þennan dag. Við vissum að með honum
myndum við fá kerti frá ömmu, Margréti Jónsdóttur frá Stafni, en
hún átti heima á Króknum. Hún gladdi okkur æfinlega eitthvað á
jólunum, ef hún gat fengið áreiðanlega ferð með það vestur til
okkar. En gæti nú Leifi ekki komizt yfir fjallið vegna hríðarinnar
— og það taldi fullorðna fólkið líklegast — þá höfðum við enga von
um að eignast kerti, en jól án kerta hlytu að verða dauf og dimm.
Oft þurftum við að fara fram í bæjardyrnar, opna hurðina og
gá til veðurs. En við sáum ekkert gegnum hríðarkófið og snjógus-
ur þyrluðust framan í okkur og langt inn fyrir dyr. Ofurlítið dreifði
það áhyggjunum að mega hjálpa Ólöfu systur minni til að bera
fram ýmislegt dót, sem mátti ekki hafa inni í baðstofunni yfir há-
tíðina. Þar á meðal voru kassar okkar með völunum og leggjun-
um. Þeim lokuðum við vandlega og komum þeim fyrir frammi á
skálafjölum.
Inni í búrinu unnu þær mamma og Jóna systir mín af kappi að
búa undir hátíðina. Og inni í hlóðaeldhúsinu sauð jólahangikjöt-
ið í stórum potti. Það var að verða dimmt í baðstofunni, enda
gluggarnir hálfir á kafi í snjó. Stúlkurnar voru að mestu búnar með