Húnavaka - 01.05.1966, Page 81
HÚNAVAKA
79
Ég fann til saknaðar þegar þessir dásamlegu dagar voru liðnir.
En þegar búið var að bera dótið inn í baðstofuna aftur og fullorðna
fólkið tók aftur upp sín vanalegu störf, fór allt að fá sinn hversdags-
f)læ, sem var í raun og veru skemmtilegur. Eins fórum við krakk-
arnir að taka upp aftur okkar vanalegu leiki, líka að læra að lesa
og skrifa milli þess, sem við gerðum ýmsa snúninga fyrir fullorðna
fólkið, þá var það í raun og veru bezt svona. Við töluðum um jól-
in lengi á eftir og fórum jafnvel að athuga hve langt yrði þangað
til þau kæmu næst. En ef þau ættu alltaf að vera og fá á sig hvers-
dagsleika hinna daganna þá tapaði maður þessum helgiblæ af þeim,
sem gerðu þau meiri en annað, sem við þekktum. Við töluðum um
höfund þeirra, um ást hans og umhyggju fyrir okkur, sem mamma
hafði sagt okkur svo margt af. Við töluðum um hve fullorðna fólk-
ið hefði glatt okkur mikið og vorum því svo innilega þakklát. Og
amma átti í fjarlægðinni svo mikið þakklæti skilið, því að ekki var
Ijóminn minnstur af kertunum frá henni.
ÞÓRARINN ÞORLEIFSSON:
ÞINGMENN OG HLUTFALLSKOSNINGAR
Þingmenn áður þekkt ég hef
— það sem var er búið —
nú er á þeim öllum nef
undarlega snúið.
Það mun vera sönnust sögn,
svona fer á þingum;
— nefin snúast á þeim ögn
undan nasahringum.
Illt er að vera einstakt naut,
en þó verri saga,
að vera bundið naut við naut
neyddur til að draga.