Húnavaka - 01.05.1966, Page 84
I
Dauðsmannsketill.
í Holtastaðalandi er örnefni, sem kallað er Dauðsmannsketill, er
það að mestu leyti slétt grund, en þó er norðan við grundina nokk-
uð djúp lægð. Örnefni þetta er syðst og efst í Hrauninu, rétt fyrir
neðan Syðrihraundalinn.
Sagt er að örnefni þetta sé dregið af því að kerling frá Holtastöð-
um hafi dáið á þessari grund.
Til langs tíma var selför frá Holtastöðum í Skarðsskarð. Stóð sel-
ið efst á grund þeirri, sem er milli Brunnár, er kemur sunnan af
Brunnárdal og lækjar, er kemur úr flóanum vestan við selið. Er
selið um það bil í miðju skarðinu og venjulega kallað Skarðssel,
enda var fyrr á tímum jafnan haft þar líka í seli frá Geitaskarði.
Ekki veit ég hvenær seinast var haft í seli frá Holtastöðum og
Geitaskarði þarna í skarðinu, en laust fyrir 1870, þegar afi minn
var á Holtastöðum, mjólkaði móðir mín í selinu um 100 ær. Var
önnur stúlka með henni við mjaltir fyrsta hálfa mánuðinn, en úr því
mjólkaði hún ein og hugsaði um mjólkina. Sýndi hún mér kvíarnar,
sem hún mjólkaði í og eins kvíarnar frá Skarði, því að þá var líka
haft þar í seli frá Geitaskarði.
Segir Ingibjörg Lárusdóttir, sem lengi var hér í Holtastaðakoti
og síðar á Blönduósi, frá því að hún hitti móður mína í selinu. Ingi-
björg var dóttir Sigríðar Hjálmarsdóttur (Bólu-Hjálmars).
Sögn er um að stúlka eða kerling, sem mjólkaði í Skarðsseli og var
frá Holtastöðum hafi villzt frá selinu í þoku með mjólkurföturnar.
Gekk hún niður Skarðið þar til hún kom að læk þeim, sem neðst
er í svokölluðum Kerlingardölum, þar hellti hún mjólkinni í læk-
inn, og síðan er þar hið bezta vatn í öllu Skarðsskarði og þó að víðar
sé leitað.
Þegar kerling var laus við mjólkurföturnar, fór hún að leita á