Húnavaka - 01.05.1966, Side 93
GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð:
D
raumunnn um
heihi
ina
„Komdu ég œtla að sýna þér svolitið.“
Eg hálfhrökk við, þar sem ég stóð í hlaðvarpanum heima hjá mér
og dáðist að sköpunarverki náttúrunnar, með stórvirkum umbót-
um mannshandarinnar og allrar þeirrar tækni, sem hugurinn ræður
yfir. Og margt var óneitanlega til mikilla hagsbóta, en útlitið verður
alla tíma smekksatriði.
En þessi stóri maður, sem allt í einu var þarna kominn upp að
hliðinni á mér, virtist allur hinn vörpulegasti og bauð af sér góð-
an þokka, svo að ótti minn virtist ástæðulaus. Enda vissi ég að mitt
efnisgerða sjálf lá enn þá sofandi inni í rúmi, þó að Jónsmessu-
morgunsólin væri fyrir löngu farin að fægja fleti náttúrunnar og
hella yfir þá gulli sínu.
En andinn verður ekki haminn af jarðneskum fjötrum og hér
var hann kominn, út í hlaðvarpa um óttuskeið og virti fyrir sér
aðkomugestinn, af ódulinni forvitni. „Já, til er ég og fróðleiksfús.
Eg má bara ekki fara lengra en svo, að ég geti vakið skrokkgarm-
inn í fjósið. Þetta er mitt híði enn þá, og ég verð að sýna því til-
litssemi.“
„Allt í lagi,“ sagði maðurinn og lagði stórstígur af stað. Hann
var ekkert að þræða þúfnakollana, en fór í loftköstum og ég á eft-
ir, hæð af hæð og fjall af fjalli.
Ég vissi að með þessu áframhaldi hlutum við að vera komin langt
fram á heiðar og fannst ég kannast við afstöðuna, en þetta gróður-
lag, það bar ekki fyrir augu mín síðast, þegar ég fór hér um. Þá
virtist auðnin og ördeyðan endalaus.