Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 95

Húnavaka - 01.05.1966, Page 95
HÚNAVAKA 93 skyggnast eilítið fram í tímann, meðan aðrir sofa. Fyrst þú nennir að leggja það á þig að líta í kringum þig, opnum augum.“ Hann sveiflaði hendinni í hálfhring um sig. „En þetta allt kom ekki af sjálfu sér frekar en annað. Sérðu litlu húskofana hérna hing- að og þangað. Þeir voru fyrstir, ásamt nauðsynlegustu girðingum. Allir útbúnir með einföldustu viðlegutæki, auglýstir til leigu, lengri eða skemmri tíma. Endurgjald í gróðursetningu, landgræðslu. — Afköst eftir aðstæðum og getu. Aðalatriðið að skapa skilning og áhuga. Ótrúlegt hvað hann glæðist fljótt, þegar farið er að vinna raunhæft að verkefninu. Og ástin á landinu verður hvergi dýpri en í beinni snertingu við mold og gróður. Þetta land dettur engum í hug að selja í hendur erlendra manna. Hér komu gamlir sveitamenn í orlofi. Fluttir á mölina, en rót- fastir í moldinni. Ungir elskendur, sem þráðu það eitt að fá að vera í friði, ein með náttúrunni. Þreyttir menn, sem vildu flýja skarkala heimsins lengri eða skemmri tíma. — Og hér komu fleiri og fleiri. Það var mörgu frjóu fræi sáð. Og það var komið aftur og aftur. Sumar eftir sumar. Mörgum fannst þeir eiga blettinn „sinn“. Það var líka ótrúlegt, hvað þessir litlu sprotar gátu tekið örum vexti, ef þeim var valinn skjólgóður staður og vel að hlúð. Og gróðurinn teygði úr sér og sótti á. Hægfara í fyrstu, en síðan með auknum hraða, er skjólbeltin fóru að veita viðnám. Þar var líka herjað úr lofti. Flugvélar sáðu fræi, dreifðu áburði, jafnvel úð- uðu, þar sem þess gerðist þörf. Félög gerðu út leiðangra. Fjölskyldur gerðu út leiðangra. Áhug- inn var vakandi og árangurinn lét ekki á sér standa. Bændurnir fengu afmarkaðar spildur, einn og einn, eða fleiri saman, eftir að- stæðum. Ræktuðu þær og nýttu eins og bezt hentaði. Lambféð var flutt beint í gróðursældina á gósenlandinu á vorin. — Ekkert snölt- ur, ekkert rás. Engir undanvillingar. Allt á vísum stað, þegar smala þarf og rýja, eða rétta á haustin. Bara skreppa á bílum og sækja það, sem sækja þarf. Og það eru margar heiðarnar. — Og margir munnarnir, sem þarf að fæða.“ Hann var hættur að tala, en ég stóð þarna orðlaus, gagntekin unaðslegri hrifningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.