Húnavaka - 01.05.1966, Page 95
HÚNAVAKA
93
skyggnast eilítið fram í tímann, meðan aðrir sofa. Fyrst þú nennir
að leggja það á þig að líta í kringum þig, opnum augum.“
Hann sveiflaði hendinni í hálfhring um sig. „En þetta allt kom
ekki af sjálfu sér frekar en annað. Sérðu litlu húskofana hérna hing-
að og þangað. Þeir voru fyrstir, ásamt nauðsynlegustu girðingum.
Allir útbúnir með einföldustu viðlegutæki, auglýstir til leigu, lengri
eða skemmri tíma. Endurgjald í gróðursetningu, landgræðslu. —
Afköst eftir aðstæðum og getu. Aðalatriðið að skapa skilning og
áhuga. Ótrúlegt hvað hann glæðist fljótt, þegar farið er að vinna
raunhæft að verkefninu.
Og ástin á landinu verður hvergi dýpri en í beinni snertingu við
mold og gróður. Þetta land dettur engum í hug að selja í hendur
erlendra manna.
Hér komu gamlir sveitamenn í orlofi. Fluttir á mölina, en rót-
fastir í moldinni. Ungir elskendur, sem þráðu það eitt að fá að
vera í friði, ein með náttúrunni. Þreyttir menn, sem vildu flýja
skarkala heimsins lengri eða skemmri tíma. — Og hér komu fleiri
og fleiri.
Það var mörgu frjóu fræi sáð. Og það var komið aftur og aftur.
Sumar eftir sumar. Mörgum fannst þeir eiga blettinn „sinn“. Það
var líka ótrúlegt, hvað þessir litlu sprotar gátu tekið örum vexti,
ef þeim var valinn skjólgóður staður og vel að hlúð.
Og gróðurinn teygði úr sér og sótti á. Hægfara í fyrstu, en síðan
með auknum hraða, er skjólbeltin fóru að veita viðnám. Þar var
líka herjað úr lofti. Flugvélar sáðu fræi, dreifðu áburði, jafnvel úð-
uðu, þar sem þess gerðist þörf.
Félög gerðu út leiðangra. Fjölskyldur gerðu út leiðangra. Áhug-
inn var vakandi og árangurinn lét ekki á sér standa. Bændurnir
fengu afmarkaðar spildur, einn og einn, eða fleiri saman, eftir að-
stæðum. Ræktuðu þær og nýttu eins og bezt hentaði. Lambféð var
flutt beint í gróðursældina á gósenlandinu á vorin. — Ekkert snölt-
ur, ekkert rás. Engir undanvillingar. Allt á vísum stað, þegar smala
þarf og rýja, eða rétta á haustin. Bara skreppa á bílum og sækja
það, sem sækja þarf.
Og það eru margar heiðarnar. — Og margir munnarnir, sem þarf
að fæða.“
Hann var hættur að tala, en ég stóð þarna orðlaus, gagntekin
unaðslegri hrifningu.