Húnavaka - 01.05.1966, Síða 97
Mmning þriggja Iátinna
Húnvetninga
Jón Jónsson bónJi Stóradal
Laugardaginn 23. október s.l. var Jón í Stóradal jarðsunginn að
Svínavatni. Mikið fjölmenni var samankomið við kveðjuathöfnina
heima í Stóradal, og var það mál margra að þetta væri ein fjöl-
mennasta jarðarför, er verið hefði í sveitum
Húnavatnssýslu. Nær sjö tugir bíla voru í
líkfylgdinni frá Stóradal að Svínavatni og þar
beið margt manna. Veðráttan dagana á und-
an hafði verið mjög rysjótt, sunnan hvassviðri
og rigning dag eftir dag, en jarðarfarardag-
inn blakti varla hár á höfði, heiður himinn
og sólskin — manni flaug í hug að herrann
alvaldi vildi gera sitt til að þessi athöfn yrði
þeim, er hana sóttu, sem hugstæðust.
Þessi mikli mannfjöldi var gott tákn um
vinsældir Jóns, og hefðu efalaust margir fleiri
viljað fylgja honum síðasta spölinn.
Jón heitinn var fæddur í Stóradal 11. apríl 1912, sonur merkis-
hjónanna, Jóns Jónssonar bónda þar og alþingismanns og Svein-
bjargar Brynjólfsdóttur. Ólst hann upp á heimili foreldra sinna,
fór ungur til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1931. Fór síð-
an til Danmerkur til áframhaldandi búnaðarnáms.
Þegar heim kom, settist Jón að í Stóradal, stundaði búskap og
mörg önnur störf. Jón var mikill félagsmaður, greiðvikinn, glað-
vær og hjálpfús, svo að með afbrigðum var. Ungmennafélagsmað-
ur var hann mikill og fengu þau félagasamtök stóran skerf af hans
Jón Jónsson.