Húnavaka - 01.05.1966, Page 99
HÚNAVAKA
97
Jónas B. Bjarnason frá Litladal
Hinn 28. október 1965, andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi, Jón-
as B. Bjarnason frá Litladal, 99 ára að aldri. Jónas var einn af
gagnmerkustu Húnvetningum sinnar samtíðar. Hann var óvenju-
lega vel gefinn maður og fjöl-
hæfur svo að af bar. Hann var
í fylkingarbrjósti í félagsmála-
baráttu Húnvetnino;a um langt
skeið. Má með sanni segja að
starfssvið hans hafi verið allt frá
því að sníða hnakkólar og
bregða gjarðir og til þess að vera
settur sýslumaður Húnvetninga,
og flest þar á milli. Þó var aðal-
starf hans bóndastarfið. Lengst
af bjó hann í Litladal og átti þá
jörð. Jónas var oddviti Svína-
vatnshrepps um langt skeið,
hreppstjóri og sýslunefndarmað-
ur. Formaður Búnaðarfélags
Svínavatnshrepps og skrifaði
sögu þess á aldarafmæli félags-
ins. Mörg önnur trúnaðarstörf
vann hann fyrir sveit sína. Hann
var gangnastjóri á Auðkúluheiði
um árabil. Hann var nærfærinn
við skepnur og sinnti oft dýralækningum, bjó m. a. til bráða-
pestarbóluefni úr nýrum og þannig mætti lengi telja. Jónas var í fast-
eignamatsnefnd sýslunnar 1916—20. Einn af stofnendum Kaupfélags
Húnvetninga á Blönduósi, ritaði sögu þess 25 ára og var gerður heið-
ursfélagi á 50 ára afmæli félagsins. Hann gegndi margháttuðum trún-
aðarstörfum fyrir bæði samvinnufélögin á Blönduósi, og var í stjórn
beggja félaganna um hríð. Framkvæmdastjóri S. A. H. 1914—15.
Sennilega hefir Jónas starfað að málefnum þessara félaga lengur en
nokkur annar maður, því að síðast ritaði hann aðalfundargerð
þeirra níræður að aldri. En það starf hafði hann haft á hendi lengi,
Jónas B. Bjarnason.