Húnavaka - 01.05.1966, Page 101
HÚNAVAKA
!)!)
að mér finnst þetta segja meira en löng lýsing í öðru formi. Að
endingu vildi ég mega bera fram þakkir ti! þessa látna vinar fyrir
öll hans vel unnu störf fyrir sveit sína og hérað, fyrir hönd hinna
mörgu er nutu, og frá mér persónulega fyrir ágæt kynni.
Þórður Þorsteinsson.
Hermann Pórarinsson
Fæddur 2. okt. 1913. — Dáinn 24. okt. 1965.
KVEÐJA
Hvers vegna er Hlynurinn höggvinn frá rótum
þá hæst hann ber móti sól?
Hann, sem vildi á verði standa
og veita svo mörgum skjól.
Áður en varir augu vor líta
óbætt hin djúpu skörð.
Torskildar gátur margar mæta
mönnurn á þessari jörð.
Hljóðir við stöndum, en hugurinn dvelur
hjá þessum góða dreng,
sem alltaf var fús að flétta þætti
í farmannsins hjálparstreng.
Við ylinn frá fórnar- og friðarvilja
fegursta rósin grær.
Gott væri — handan Móðunnar miklu
— að mæta þér, vinur kær.
Við kveðjum þig, Hermann, með kærri þökk,
þín kynning var ljúf og hlý.
Skærustu ljósin líka slokkna,
en ljós eru tendruð á ný.
Eilífðin lætur ljós sitt skína
og lýsa þér veginn — heim.
Björt er þín minning, hún blikar sem stjarna
og bendir frá ómælisgeim.
Tómas R. Jónsson,