Húnavaka - 01.05.1966, Side 102
100
HÚNAVAKA
Hermann Þórarinsson
„SkjóLl hefur sól brugðið sumri“.
Við andlátsfregn Hermanns Þórarinssonar setti menn hljóða. Hann,
sem hress og glaður hafði farið á fund til Reykjavíkur, var
á einni svipstund, horfinn úr starfi og önn dagsins, aðeins 52 ára
að aldri.
Hermann Þórarinsson var
fæddur á Hjaltabakka, 2. októ-
ber 1913, en varð bráðkvaddur
að kvöldi dags, 24. október 1965.
Hann var sonur merkishjónanna
Sigríðar Þorvaldsdóttur Ásgeirs-
sonar, síðasta prestsins á Hjalta-
bakka, og Þórarins Jónssonar
bónda og alþingismanns þar. —
Þórarinn, faðir hans var vel gef-
ið glæsimenni, flugmælskur og
einn af þingskörungum bænda-
stéttarinnar á sinni tíð.
Hermann ólst upp í foreldra-
húsum. Kom snemma í ljós að
hann var námfús og vel gefinn.
Hann gekk í Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúd-
entsprófi, 21 árs að aldri. —
Nokkru síðar fór hann utan og
las um skeið efnafræði við há-
skólann í Göttingen í Þýzka-
landi eða þar til að stríðið kom í veg fyrir nám hans þar.
Hann fluttist árið 1940 til Blönduóss og 15. júlí það ár kvæntist
hann sinni ágætu konu, Þorgerði Sæmundsen.
Þegar Hermann fluttist til Blönduóss, munu honum hafa staðið
margar dyr opnar til álitlegra starfa, en hann kaus að flytja hingað
norður í heimahérað sitt og því vann liann alla tíð síðan. Það er
mikils virði fyrir fámenn byggðarlög að svo vel starfhæfir og mennt-
aðir menn, sem Hermann, setjist þar að og helgi þeim starfskrafta