Húnavaka - 01.05.1966, Síða 103
HÚNAVAKA
101
sína. Enda leið ekki á löngu, þar til á hann hlóðust flest þau trún-
aðarstörf, sem fyrir koma í einu sveitarfélagi.
Árin 1941—47 starfaði hann sem lögregluþjónn á Blönduósi og
sýndi sérstaka lipurð og lagni í því starfi. Jafnhliða því vann hann
að skrifstofustörfum, m. a. var hann endurskoðandi hjá samvinnu-
félögunum.
Árið 1947 tók Hermann við rekstri Sparisjóðs Húnvetninga og
hafð'i það starf á hendi til ársins 1963, er stofnað var útibú frá Bún-
aðarbankanunt, og Sparisjóðurinn sameinaður því. Gerðist hann
þá bankastjóri útibúsins. Lengst af var Hermann einn við störf í
Sparisjóðnum. Á síðari árum var Jrað orðið æðimikið starf l’yrir
einn mann, en auk Jress gegndi hann tímafrekum trúnaðarstörfum.
Hann var hreppstjóri frá 1947, lengi í sveitarstjórn og þá gjaldkeri
hreppsins. Oddviti var hann síðan 1958 og sýslunefndarmaður frá
1961.
Haustið 1959 var Hermann valinn á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og aftur 1963. Varð hann
eftir þær kosningar fyrsti varajringmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir
kjördæmið og sat á Alþingi, stuttan tíma, 1964.
Hermann tók ríkan þátt í félagsstarfi á Blönduósi. Hann var stofn-
andi Lionsklúbbs Blönduóss, fyrsti formaður hans og einn af ágæt-
ustu félögum klúbbsins.
Af því, sem hér er sagt, má augljóst vera, að hér fór mikill starfs-
og hælileikamaður, sem óx af störfum sínum. Þetta er þó engan veg-
in tæmandi lýsing á manninum í starfi hans og önn. Manninum,
sem vildi hvers manns vandræði leysa og aldrei var svo önnum kaf-
inn að hann hefði ekki tíma til að ræða við og gefa góð ráð þeim,
sem í vanda voru staddir. Alltaf var Hermann reiðubúinn til að
afgreiða menn, er Jrurftu að reka sín erindi við Sparisjóðinn, þó
að það væri eftir lokun. Var þá ekki hirt um, þó að starfsdagurinn
yrði ærið langur. Sparaði Jretta mörgum, er langan veg áttu að sækja,
áhyggjur og erfiði.
Hjálpsemi Herntanns við aldrað fólk og aðra, sem áttu við erf-
iðar aðstæður að búa, var einstök. Hann fór gjarnan, að loknum
vinnudegi, með ellistyrkinn heim til lasburða gamalmenna, er fáa
áttu að og hann gaf stundum stórgjafir, þeim er urðu fyrir þung-
um áföllum, — ástvinamissi — og stóðu uppi illa staddir. Vissu tíð-
ast fáir um það.