Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 105
Mannalát áriá 1965
ÞINGEYRAKLAUSTURSPRESTAKALL.
Þórður Jósefsson, verzlunarmaður á Blönduósi, varð bráðkvadd-
ur á Héraðshælinu á Blönduósi 18. nrarz. Hann var fæddur á Litla-
Búrfelli 20. febrúar 1882. Foreldrar lians voru Jósef Jóhannsson og
Guðrún Þórðardóttir, sem lengi bjuggu á Litla-Búrfelli og eignuð-
ust alls 14 börn.
Árið 1920 kvæntist hann Kristínu Þorfinnsdóttur, sem lifir mann
sinn. Nokkru áður hafði liann keypt jörðina Yztagil í Langadal og
bjó þar í um 30 ár. Síðari árin bjó hann á Blönduósi og var starfs-
maður Kaupfélags A.-Húnvetninga.
Þórður var mikill atorku- og dyggðamaður, vinsæll og vel látinn
af öllum, sem honum kynntust.
Börn hans og Kristínar voru: Ásta, húsfrú, og Reynir, skrifstofu-
maður, búsett í Reykjavík, Ragnar, verkamaður, og Ingimar, bíl-
stjóri, báðir búsetir í Keflavík og drengur, sem dó á öðru ári.
Magnús Vigfússon, fyrrv. bóndi, til heimilis að Hvoli í Vestur-
hópi. Hann var fæddur í Vatnsdalshólum 8. okt. 1881, en lézt í
sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. apríl 1965. Faðir hans, Vigfús
Filippusson, var Rangæingur að ætt, alinn upp hjá Magnúsi
Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð. Móðir hans og kona
Vigfúsar var Ingibjörg Björnsdóttir, Björnssonar frá Valadal. Ólst
hún upp á Geithömrum og Sólheimum í Svínavatnshreppi.
Magnús Vigfússon gerðist bóndi og bjó á ýmsum stöðum bæði í
Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu, m. a. í nokkur ár á Þingeyrum.
Hann var góðum hæfileikum búinn, greindur vel, skoðanafastur
og einarður í málflutningi. Hann var oddviti í Þorkelshólshreppi