Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 106

Húnavaka - 01.05.1966, Page 106
104 HÚNAVAKA í 8 ár og annaðist hrossasýningar á vegum Búnaðarfélags íslands um skeið, enda mikill hestamaður. Hann hafði verið í Hólaskóla og lokið þaðan góðu prófi iiðlega tvítugur að aldri. Hann var sérlega nærfærinn við skepnur og mikið leitað til iians á því sviði. Með bústýru sinni, Guðrúnu Jóhannesdóttur, eignaðist hann 6 börn. Þau eru: Sigurður, múrari á Siglufirði, Jóhannes, bóndi á Ægissíðu, Hólmfríður, húsfrú á Efri-Þverá, Jósef, bóndi á Hvoli, Vigfús, bóndi á Skinnastöðum og Þorgeir, bílstjóri í Reykjavík. Hermann Þórarinsson, bankaútibússtjóri á Blönduósi. Hans er minnst annars staðar í ritinu. Jónas B. Bjarnason, fyrrv. bóndi í Litladal. Hans er minnzt ann- ars staðar í ritinu. Þórunn Stefanía Hjálmarsdóttir á Skinnastöðunr. Hún var fædd á Skeggstöðum í Svartárdal 13. marz 1893, en lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 18. júní. Foreldrar hennar voru: Hjálmar Sigurðsson söðlasmiður, af hinni kunnu Skeggstaðaætt, og Sigurbjörg Gísladótt- ir frá Kóngsgarði í Svartárdal. Þórunn lærði fatasaum á Sauðárkróki og stundaði hann öðru hverju og þótti hún dugleg og vel að sér í þessari iðn. Þórunn giftist Árna Ólafssyni frá Blönduósi, nú rithöfundi í Reykjavík, og bjuggu þau röskan áratug á Kárastöðum í Svínavatns- hreppi. Þau eignuðust tvö bc»rn, Lucindu, húsfrú á Skinnastöðum og Sigtrygg, yfirlögregluþjón í Keflavík. Árið 1934 slitu þau hjúskap og fluttist Þórunn þá fyrst til Akur- eyrar, þar sem hún var nokkur ár og síðan til Reykjavíkur. Hélt hún þar sitt eigið heimili í 26 ár. Síðustu tvö árin var hún í skjóli barna sinna, fyrst í Keflavík og síðan á Skinnastöðum. Þorvildur Einarsdóttir, lnisfrú á Blönduósi. Hún var fædd á Hjaltabakka 12. nóv. 1892, en lézt á Héraðshælinu 28. júlí s.l. For- eldrar hennar voru Einar Stefánson og Björg Jóhannsdóttir, mestu greindar- og merkishjón, bæði ættuð héðan úr sýslu. Hún ólst upp með foreldrum sínum og var með þeim lengst af meðan þau lifðu. Hún lærði fatasaum og stundaði þá iðn alltaf öðru liverju jafnframt heimilisstörfum. Átta ár átti hún heima á Akureyri með foreldrum sínum, en annars lengst af á Blönduósi. Hún var hamhleypa til verka og prýðilega lagin. Árið 1947 giftist hún Ágúst Andréssyni, smið á Blönduósi. Þau eignuðust ekki börn, en systurson sinn, Einar Evensen húsasmíða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.