Húnavaka - 01.05.1966, Síða 108
106
HÚNAVAKA
Þuríður var greind kona, er ung lærði fatasaum og þótti ágæt
saumakona.
Sigurlaug Pálsdóttir, Ólafsvöllum, Höfðakaupstað, andaðist 18.
júní. Hún var fædd l.-júní 1885 á Bakka í Skagahreppi. Hún ólst
upp á Steinnýjarstöðum í Skagalireppi og var síðan fjölda ára hús-
móðir, unz hún fluttist í Höfðakaupstað með manni sínum, Jóni
Árnasyni. Hún var hin mesta dugnaðarkona og vel látin.
Anna Sigríður Sölvadóttir andaðist 10. okt. Hún var fædd 19. marz
1891 í Höfðahólum. Hún var mesta dugnaðarkona og vel látin og
dvaldi alla ævi í Höfðakaupstað.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
ÆSUSTAÐAPRESTAKALL.
Sigurður Jónsson, verkamaður, Litla-Búrfelli, lézt á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn 16. marz. Hann var fæddur að Brúará í Steingríms-
firði 15. okt. 1919, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar og Jórunn-
ar Bjarnadóttur. Hann fluttist kornungur að Bjarnanesi í Stein-
grímsfirði og var þar allt til fullorðinsára, en fluttist fyrir 19 árum
í Húnaþing, þar sem hann skönnnu síðar kynntist Þóreyju Daníels-
dóttur á Stóra-Búrfelli. Bjuggu þau saman um margra ára skeið að
Litla-Búrfelli og eignuðust tvær dætur, Jórunni Erlu og Guðmundu
Huldu.
Snæbjört Edda Hauksdóttir, barn, Vatnshlíð, drukknaði á svipleg-
an hátt í vatninu, sem bærinn dregur nafn sitt af, 25. apríl. Hún var
fædd á Sauðárkróki 26. nóv. 1961 og var dóttir Valdísar Gissurar-
dóttur og Hauks Ingvasonar í Vatnshlíð.
Jón Jónsson, bóndi, Stóradal. Hans er minnzt annars staðar í rit-
inu.
Solveig Gerður Guðmundsdóttir, barn, Leifsstöðum, lézt á Hér-
aðshælinu á Blönduósi 24. okt. Hún var fædd í Reykjavík 6. nóv.
1961, dóttir hjónanna Guðmundar Sigurðssonar bónda á Leifsstöð-
um og Sonju S. Wíum.
Sr. Jón Kr. ísfeld.