Húnavaka - 01.05.1966, Side 110
108
HÚNAVAKA
Fastir starfsmenn fyrirtækisins
eru nú 10 og auk þess 5—20
lausamenn af og til allt árið.
Framkvæmdastjóri félagins
hefur verið frá upphafi Einar E-
vensen.
Veðráttan 1965.
Janúarmánuður var frekar
umhleypingasamur. Ekki þó
nein stórviðri, en nokkuð frost-
liart á köflum og annað slagið
snjóaði nokkuð. Var farið að
verða leiðinlegt á jörð í lok mán-
aðarins og nokkrar samgöngu-
truflanir vegna snjóa. En í byrj-
un febrúar brá til lilýviðrakafla,
sem stóð allt fram í marz. Að
vísu gerði snöggt hríðaráhlaup
um miðjan febrúar, er stóð á
annan sólarhring, en að því
loknu héldu hlýindin áfram.
Leitaði fé víða til fjalla í þessum
góðviðrakafla og var fjárgeymsla
sums staðar erfið af Jaeim sökum.
í marz lagði ís að Norður-
landi öllu, lokaði höfnum, og lá
fram í byrjun júnímánaðar. Tíð-
arfar mátti þó teljast gott og eng-
in meiriháttar áhlaup gerði. Þó
reyndist síðari hluti marzmánað-
ar í kaldara lagi, en í fyrri hluta
apríl hlýnaði á ný og mátti apr-
ílmánuður teljast góðviðrasam-
ur, að undanteknu stuttu og
vægu páskahreti. Fór að sjást
gróðrarnál í túnum upp úr sum-
armálum og í lok mánaðarins
byrjaði að gróa í úthaga.
Maí var þurrviðrasamur og
kaldur. Fór gróðri sáralítið fram
og í lok mánaðarins leyfði ekki
af að nægur sauðgróður væri
kominn fyrir einlembur, og tví-
lembum yfirleitt gefið, að
minnsta kosti kjarnfóður, nokk-
uð fram yfir mánaðamótin maí
—júní. Báru því ær víðast á húsi
eða við hús. Gekk sauðburður á-
gætlega, enda tíðarfar sérstak-
lega þurrviðrasamt og hretalaust.
Hélzt svipuð veðrátta frarn eftir
júnímánuði og spruttu tún seint
vegna kulda og vorbeitar. Höfðu
sumir ekki lokið að bera á tilbú-
inn áburð fyrr en um eða eftir
miðjan júní. En síðari hluta
mánaðarins brá til góðviðris og
vætu og spruttu tún vel á
skömmum tíma, enda voru kal-
skemmdir litlar sem engar.
Fyrstu dagana í júlí gerði þurr-
viðrakafla með miklum hitum.
Náðu þeir, sem þá höfðu byrjað
slátt miklu af góðum heyjum á
stuttum tíma. Sláttur var þó ekki
almennt hafinn vegna þess live
seint spratt og einnig stóð rún-
ingur yfir um þetta leyti. Hófu
sumir ekki slátt fyrr en unr 10.
júlí. Var þá frekar úrkomusamt
um hálfsmánaðartíma og hrökt-
ust hey nokkuð. En síðustu daga
mánaðarins brá til þurrka, sem
stóðu að mestu óslitið um