Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 112
110
HÚNAVAKA
ið fyrr en um 10. nóv. Gekk slátr-
un ágætlega og eftir áætlun, enda
tíðarfar ágætt.
Fyrri hluti nóvembermánaðar
var kaldur, en þurrviðrasamur.
Koin fé ekki á hús fyrr en um 20.
nóv., en þá gerði þrálátan snjó-
gang á norðan. Engin stórviðri
gerði, en bætti nokkuð jafnt á
fram um miðjandesember. Urðu
nokkrar samgöngutruflanir, en
þó lokuðust leiðir ekki algjör-
lega. Stillur gerði upp úr hláku-
blota um miðjan mánuðinn og
voru miklar frosthörkur um jól-
in. Um áranrótin voru ár og vötn
ísi lögð, snjór ekki mikill í
byggð, en með meira móti til
fjalla. F.kki vel gott á jörð, sauð-
fé þó víðast eitthvað beitt og ekki
farið að taka hross á hús.
Pétur Sigurðsson.
Fréttir úr Höfðakaupstað.
Fiskiveiðar gengu treglega eins
og annars staðar fyrir Norðvest-
urlandi. í janúar og fram í febr-
úar var afli sæmilegur, héldu þá
hinir stærri bátar til veiða suður
fyrir land. Hinir smærri bátar
reru heima. Beztan afla þeirra
hlaut Vísir. Fiskaði hann vel í
net í maí, en varð fyrir netatjóni,
er ísinn fór yfir þau. Hafís kom
að landinu í byrjun marz, barst
hann inn Húnaflóa að vestan-
verðu og síðan austur yfir fló-
ann. ísnum fylgdu stillur. Borg-
arísjaki einn mikill var í þessum
mikla jakaflaum, barst hann til
og frá um flóann austanverðan.
Þórður Jónsson tók kvikmynd af
hafísnum og af róðri mb. Vísis,
er hann var á netaveiðum, þegar
ísinn var á flóanum. Er mynd
þessi vel tekin, eftirtektarverð og
falleg.
Mikil og góð hrognkelsaveiði
var, er menn gátu athafnað sig
vegna hafíssins. Stunduðu hana
margir bátar frá Höfðakaupstað,
og einnig frá Kálfshamarsvík.
Verð var mjög hagstætt á grá-
sleppuhrognum. Hinir minni
bátar, er veiddu með snuruvoð,
fengu mun minni afla en sumar-
ið áður.
Síldveiðar voru engar hér um
slóðir og eigi barst nein síld til
verksmiðjunnar hér.
Skipin Húni I og II og Sigrún,
stunduðu síldveiðar á austur-
svæðinu. Mestan afla hafði Sig-
rún, 14 þús. mál og tunnur, skip-
stjóri á lienni er Jón ívarsson.
Mótorbáturinn Sigrún var keypt
ur til Höfðakaupstaðar á árinu,
en mótorbáturinn Helga Björg
seldur til Reykjavíkur. Mb. Sig-
rún er 114 tonn og eign Utgerð-
arfélags Höfðakaupstaðar.
Fjöldi fólks fór á þorsk- og síld-
vertíð til fjarlægra héraða, að
starfi á sjó og landi.
Miklar umbætur og endurbæt-