Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 114
112
HÚNAVAKA
Á sjómannadaginn voru þrír
sjómenn heiðraðir með silfur-
merki dagsins, Gísli Einarsson
frá Viðvík, nú í Reykholti, Jó-
hannes Pálsson, Garði og Kon-
ráð Klemenzson, Garðhúsum.
Allir þessir menn hafa frá barn-
æsku stundað hér sjó, en eru nú
aldurhnignir.
Guðmundur Láruson trésmið-
ur, áður meðeigandi Trésmíða-
verkstæðisins Höfða, varð nú að-
aleigandi þess og rak það. Vinnu
flokkur vann undir stjórn hans
við byggingarvinnu í kaupstaðn-
um, en þó einkum franr um hér-
aðið og líka á Borðeyri.
Pctur Þ. Ingjaldsson.
Fréttir úr Bólstaðarhlíðar-
hreppi.
Félagslíf. Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps hélt hátíðlegt 40
ára starfsafmæli sitt með samsæti
í Húnaveri fyrsta sunnudag í
sumri. Kórinn æfði söng einu
sinni til tvisvar í viku yfir vetr-
armánuðina og Ingibjörg Stein-
grímsdóttur söngkennari Heklu
sambands norðlenzkra karla-
kóra, kenndi um tíma hjá kórn-
um. Söngstjóri var Jón Tryggva-
son eins og undanfarin ár. 1.
maí fór kórinn í söngför til
Hólmavíkur og í júní fór hann
til Akureyrar og söng inn á
hljómplötu ásamt öðrum kórum
innan „Heklu“.
Ungmennafélagið hélt nokkra
fundi og spilakvöld, einnig ung-
lingadansleik. Þá hélt það uppi
töluverðri íþróttastarfsemi og
tók þátt í íþróttamótum á veg-
um U. S. A. H., og girti skóg-
ræktarblett við Húnaver.
Kvenfélagið starfaði töluvert
og gekkst m. a. fyrir saumanám-
skeiði. Það gaf 20 þús. kr. til
kirkna sveitarinnar, er einkum
skyldi varið til fegrunar kirkju-
garða. 16. sunnudaginn í sumri
fór félagið skemmtiferð til Hvera
valla og Hvítárness.
Hestamannafélagið ,,Oðinn“
hélt kappreiðar og góðhesta-
keppni á skeiðvellinum við
Húnaver 15. sunnudag í sumri.
I Húnaveri voru dansleikir um
flestar helgar yfir sumarið og var
aðsókn góð. Kvenfélagið annað-
ist kaffisölu, en ungmennafélag-
ið aðra sölu og fatageymslu eins
og undanfarin ár.
Framkvæmdir. Rafmagn var
leitt á Svartárdalsbæi frá Gili að
Hóli. Straum var hleypt á lín-
una um 20. okt.
Lokið var smíði íbúðarhúss á
Steiná. Fjárhús og hlöður voru
byggð á Hóli, Steiná, Bollastöð-
um, Steinárgerði, Bólstaðarhlíð,
Brún og Húnaveri. Girðingar
voru með mesta móti og ný-
ræktir töluverðar. Vélakaup voru