Húnavaka - 01.05.1966, Page 115
HÚNAVAKA
113
með minna móti, þó komu nýjar
dráttarvélar a. m. k. á tvo bæi.
Pétur Sigurðsson.
Frá U. S. A. H.
48. Jiéraðsþing U. S. A. H. var
haldið á Blönduósi, sunnudag-
inn 21. marz 1965. í sambandinu
eru 10 félagsdeildir með um 400
félaga og voru mættir fulltrúar
frá öllum deildum nema Mál-
fundafélagi Nesjamanna, en það
hefur ekki verið virkur sam-
bandsfélagi síðustu árin.
Húnavakan hófst 30. marz og
stóð til 4. apríl eða 6 daga. Inflú-
enzufaraldur gekk í héraðinu um
það leyti og dró hann verulega
úr aðsókn, ?em varð þrátt fyrir
það töluverð, enda veður og færi
eins og bezt varð á kosið.
fþróttakennari starfaði á veg-
um sambandsins um 5 vikna
skeið. Hann æfði keppendur
bæði fyrir héraðsmótið 17. júní
og landsmót U. M. F. í.
Héraðsmótið 17. júní var að
þessu sinni haldið á eyrunum hjá
Hvammi í Langadal við prýði-
legar aðstæður. Ungmennafélag-
ið Hvöt á Blönduósi vann mót-
ið með yfirburðum.
Ungmennasambandið sendi
12 keppendur á Landsmót U. M.
F. í. að Laugarvatni. Valgerður
Guðmundsdóttir varð í 3. sæti í
100 m. hlaupi og kvennasveit
L
U. S. A. H. varð í 3. sæti í 4x100
m. boðhlaupi. Alls hlaut sam-
bandið 8 stig í frjálsíþróttakeppn
inni á landsmótinu.
Sýslukeppni í frjálsum íþrótt-
um fór fram á milli U. S. A. H.
og Ungmennasambands V.-Hún-
vetninga 12. september á eyrun-
um hjá Hvammi í Langadal. U.
S. A. H. vann keppnina með
fárra stiga mun. Byggðatrygging
h.f. gaf fallegan bikar til þessar-
ar keppni.
U. S. A. H. er í miklum fjár-
hagsvandræðum vegna greiðslu á
eignarhluta sínum í Félagsheim-
ilinu á Blönduósi.
Á s.l. ári hélt félagið fimm
dansleiki auk dansleikja á Húna-
vökunni, til þess að afla sér
tekna. Ágóði af þessum samkom-
um nam um 42 þús. kr.
U. S. A. H. hefur síðustu árin
notið nokkurs styrks frá sýslu-
sjóði A.-Hún. til starfsemi sinn-
ar.
Formaður U. S. A. H. er Kristó-
fer Kristjánsson, bóndi, Köldu-
kinn.
Sjötugt kaupfélag opnar í nýjum
glæsilegum liúsakynnum.
Sölubúð hins nýja verzlunar-
húss K. H. á Blönduósi var opn-
uð 26. nóv. s.l. með ræðu kaup-
félagsstjórans, Ólafs Sverrisson-
ar, að viðstöddu-starfsfólki sam-