Húnavaka - 01.05.1966, Page 117
H Ú N AVA K A
nr>
Elztu starfsmenn Kauþfélags Húnvetninga. Frá vinstri: Bjarni Einarsson, ]ón S.
Baldurs og Tómas R. Jónsson.
skiptamenn kunna vel að meta
þessa nýju verzlunarhætti.
Segja má, að með byggingu
þessa stóra og glæsta verzlunar-
húss, sé náð merkum áfanga í
verzlunarsögu A.-Húnvetninga.
16. desember átti K. H. sjö-
tugsafmæli.
Frá samvinnufélögunum á
Blönduósi.
Sauðfjárslátrun hófst 9. sept.
eða fyrr en nokkru sinni áður.
Slátrað var 37.905 kindum eða
um 2500 kindum fleira en haust-
ið 1964. Meðalfallþungi dilka
var 14 kg. og flokkuðust þeir vel.
Flest fé lögðu inn: Guðmund-
ur Jónason, bóndi, Ási, 911
kindur. Meðalfallþungi dilka
hans var 13,41 kg„ og Gísli Páls-
son bóndi á Hofi, 693 kindur, og
meðalfallþungi dilka hans var
14,99 kg.
Þyngsta dilka lögðu inn: Erla
Hafsteinsdóttir, Gili, dilkur
hennar vó 27,4 kg. og Guðrún
Steingrímsdóttir, Bollastöðum,
dilkur hennar var 27,2 kg.