Húnavaka - 01.05.1966, Page 121
HUNAVAKA
119
er húsið eiga, miklum fjárhags-
erfiðleikum.
Frá æskulýðsráði.
Fyrrihluta árs 19G5 mynduðu
níti félög og félagasamtök í Aust-
ur-Húnavatnssýslu með sér sam-
tök um velferðarmál unglinga í
sýslunni og kusu einn fulltrúa
hvert, er taka skyldu sæti í æsku-
lýðsnefnd eða æskulýðsráði fyrir
A.-Hún. Fulltrúar félaganna
koma saman og kjé>sa sér árlega
framkvæmdarstjórn. Hana skip-
uðu s.l. ár Jón ísberg, formaður,
Þórður Jónsson, gjaldkeri og
Kristófer Kristjánsson, ritari.
Störf æsktdýðsráðs hafa til
þessa eingöngu verið fólgin í að
gangast fyrir unglingadansleikj-
um í héraðinu og hafa umsjón
með þeim. Haldnir voru fjórir
dansleikir í A.-Hún. og einn í
V.-Hún. á vegum ráðsins. Sam-
komur þessar hafa farið mjög
vel fram og þær síðustu verið
fjölsóttar.
Unglingar innan 1G ára ald-
urs fá ekki lengur aðgang að al-
mennum dansleikjum í Húna-
vatnssýslum.
Frá Veiðifélagi Vatnsdalsár.
Á árinu 1964 hóf Veiðifélagið
byggingu veiðimannahúss, sunn-
an Vatnsdalshóla, skammt frá
Þórdísarlundi. Þetta er stórt
timburhús á steyptum grunni,
320 fermetrar að flatarmáli. Hús
ið er teiknað af teiknistofu Gísla
Halldórssonar og er arkitektinn
Jósef Reynis. Byggingarmeistari
var Björn Traustason frá Hörgs-
hóli í Vesturhópi.
Smíði hússins var lokið í árs-
byrjun 1965 og það vígt í marz-
mánuði með miklum mannfagn-
aði. Húsinu var þá gelið nafnið
Flóðvangur.
Byggingarkostnaður hússins
með fullum búnaði og frágeng-
inni lóð var um 4 millj. kr.
Stjórn Veiðilélags Vatnsdalsár
skipa nú:
Guðmundur fétnasson, bóndi,
Ási, formaður, Olafur Magnús-
son, bóndi, Sveinsstöðum og
Pálmi Jónsson, bóndi, Akri.
Frá Skógræktarfélaginu.
Gróðursett var með minna
móti, meðal annars vegna þess,
að nærri fullplantað er í skóg-
ræktargirðinguna á Gunnfríðar-
stöðum og vorið var frekar kalt.
Gras var reytt frá eldri plöntum,
hlúð að þeini og borinn áburður
á þær.
Fundur Skógræktarfélags Is-
lands var haldinn í Félagsheim-
ilinu á Blönduósi 27.-29. ágúst.
Fundurinn var vel sóttur og
tókst vel. Skógræktarfélag A,-
Hún. hafði móttöku fyrir fund-