Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1968, Page 77

Húnavaka - 01.05.1968, Page 77
HÚN AVAKA 75 engu. Mér leið illa lengi á eftir og lofaði ég sjálfum mér því að aldrei skyldi ég fara svona með blessaðar litlu rjúpurnar, sem voru svo fallegar og gerðu engum neitt. Gísli kom heim seint um kvöldið og bar stóra rjúpnakippu á bakinu. Hann var hinn ánægðasti og sagðist hafa veitt vel. Hann spurði mig, livort ég vildi ekki konia með sér næst, en ég anzaði honum engu. Eg var reiður við hann og fannst ég aldrei mundi geta talað við hann framar, en samt var það dag einn að ég kom inn í baðstofu og var Gísli eitthvað að bauka niðri í koffortinu sínu, sem stóð við rúmið hans. „Hvað ertu nú að gera,“ sagði ég og hljóp til hans. „Og ég er nú svo sem ekkert að gera,“ svaraði hann, „ég var að hlaða patrónu. Ég er að hugsa um að skjóta nokkrar rjúpur á morgun, ef það verður gott veður. Viltu koma með?“ „Nei,“ sagði ég, „þú ert ljótur að drepa fallegu rjúpurnar, sem eru svo góðar. Ég tala ekkert við þig fyrst þú ert svona vondur.“ „Láttu nú ekki svona,“ sagði hann þá og vildi auðsjáanlega blíðka mig. „Á ég að sýna þér svolítið skrýtið,“ og ég sá að liann var að sópa saman nokkr- um gráleitum kornum á koffortshorninu. „Hvað er þetta,“ sagði ég. „Það eru nokkur púðurkorn, sem hafa hrunið niður, ég ætla að kveikja í þeim hérna á horninu á koffortinu, það verður nú gam- an skal ég segja þér.“ Að því mæltu tók hann stokk upp úr vasa sín- um og kveikti á eldspýtu. Ég stóð yfir þessu til að sjá sem bezt. Hann kom með logandi eldspýtuna og bar hana að púðrinu. Ég get ekki lýst þeim ósköpum sem yfir dundu. Ég sá sem snöggvast rauðan blossa, sem lenti beint framan í mér, ég heyrði brothljóð og ógur- lega skelli og liamagang og myrkrið var eins og í lokaðri kolagröf. Ég hafði þá í bráðina lítinn frið til að athuga, hvað komið hefði fyrir, mig sveið svo ógurlega í andlitið að ég hafði ekkert viðþol. Einhvern veginn rammaði ég á dyrnar í myrkrinu og komst út, en mig sveið svo voðalega að ég gat helzt engan veginn verið. Ég æddi fram og aftur og fann ég þá að mér leið ofurlítið skár, þegar köld golan lék um andlitið, en logn var, svo að ég varð að hlaupa, til þess að fá svolítinn svala framan í mig. Strax og ég hægði eitthvað á mér kom þessi kveljandi sviði, svo að ég þoldi ekki við. Ég sá ekki annað ráð vænna, en að hlaupa eins og fælinn hestur eitthvað út í busk- ann. Er ég hafði hlaupið svona lengi, lengi, heyrði ég fótatak á eftir mér. Var þar Gísli kominn á harðahlaupum og náði mér von bráðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.