Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 3
LÆKNAblaðið 2015/101 559 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagna- grunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Forsíðu Læknablaðsins prýðir stillimynd úr myndbands- verki frá þessu ári eftir Theresu Himmer (f. 1976). Sund- maðurinn byggist á samtali þriggja einstaklinga í heitum potti. Þau virðast gamlir vinir sem spjalla saman um sam- eiginlega kunningja og nágranna. Fljótt verður maður þess áskynja að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Þeir sem nefndir eru með nafni í samræðunum heita upp á ensku og engu er líkara en fólkið sé statt í sinni eigin einkasundlaug þótt allt bendi til þess að þau séu í dæmigerðri íslenskri almennings- laug. Í miðjum sam- ræðum fær eitt þeirra þá hugmynd að hægt sé að synda alla leið heim frá einni laug til annarrar, gegnum bakgarða nágrannanna. Maðurinn fer úr pottinum, stingur sér til sunds og hefur þetta undarlega ferðalag. Verkið er tæpar sjö mínútur og leikarar eru Halldór Gylfason, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Verk Theresu kallast á við bandaríska smásögu frá sjöunda áratugnum, The Swimmer, eftir John Cheever, og sam- nefnda kvikmynd sem gerð var í kjölfarið með Burt Lan- caster í aðalhlutverki. Listakonan lætur reyna á aðlögun hinnar upprunalegu ádeilu á góðborgarastétt eftirstríðs- áranna að nýju umhverfi, tungumáli og tíðaranda. Við þá yfirfærslu koma í ljós fjöl- margir agnúar sem alltaf eru til staðar við hvers konar þýðingu og túlkun. Sumt misferst algerlega, annað er dregið fram, eitt verður kómískt og enn annað stórundarlegt. Theresa fæst gjarnan við slíkan samanburð þar sem hún beinir sjónum að breytingunum sem verða með því að taka hluti úr samhengi og setja þá fram með nýjum hætti. Henni er einkum hugleikið samspil minnis og umhverfis ásamt þeim tengslum sem við myndum við staði. Theresa er menntaður arkitekt og listamaður af tékknesk-dönsku bergi brotin. Hún hefur tengst Íslandi í fjölda ára og býr jöfnum höndum hér og erlendis. Hún er einn þeirra listamanna sem setti nýverið upp verk á gafl íbúðablokkar í Breiðholti. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S „Þessi athöfn markar upphaf endurreisnar ís- lenska heilbrigðiskerfisins,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra glaðbeittur er hann tók fyrstu skóflustungu að nýju sjúkrahóteli á Landspítala Hringbraut kl. 11.00 miðvikudaginn 11. nóvember 2015. Viðstaddir voru margir fyrr- verandi heilbrigðisráðherrar, þingmenn og borg- arstjóri auk starfsmanna Landspítala og annarra áhugamanna um nýjan Landspítala. Athöfnin hófst með því að heilbrigðisráðherra skrifaði undir samning við byggingarfyrirtækið LNS Saga ehf. um byggingu sjúkrahótelsins. Vottar að undirrituninni voru 6 nemendur frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Sjúkrahótelið er hluti af fyrsta áfanga upp- byggingar Nýs Landspítala (NLSH) við Hring- braut. Það rís á norðurhluta lóðar spítalans milli kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs og verður tekið í notkun árið 2017. Aðalhönnuður sjúkrahótelsins er KOAN-hópurinn en for- hönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af SPITAL-hópnum. Húsið verður skreytt listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistar- mann. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari, 4258 fermetrar að stærð með 75 herbergjum. Hót- elið mun tengjast barnaspítala og kvennadeild um tengigang. Framkvæmdir hefjast fljótlega á lóð Landspítala við gerð bráðabirgðabílastæða á svæðinu sunnan við aðalbyggingu Landspítala sem koma í stað annarra stæða sem verður lokað tímabundið þegar framkvæmdir hefjast við bygg- ingu sjúkrahótelsins. Gerð bráðabirgðabílastæð- anna mun verða lokið um miðjan desember. „Markar upphaf endurreisnar“ ábendingar1 Pradaxa®(dabigatran) 5 NÝ IS -P R A- 14 -0 1- 30 , A U G 14 Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og(DVT) til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum Meðferð hjá fullorðnum við lungnasegareki og til fyrirbyggjandi(PE) meðferðar við endurteknu lungnasegareki Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls hnéliðskipti Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum* Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX * Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥ �okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.