Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 4

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 4
560 LÆKNAblaðið 2015/101 F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað 2015 563 Engilbert Sigurðsson Að höggva undan sér fæturna Vel stæð þjóð með afgang á fjárlögum á ekki að sætta sig við heil- brigðiskerfi sem sífellt berst í bökkum. Helstu áskoranir ríkisstjórnar- innar í fjármálum eru svo að segja í höfn og ferðamenn flykkjast til landsins. Nýtum það til að gera betur. 567 Skúli Magnússon, Baldur Tumi Baldursson, Hilmar Kjartansson, Guðný Ella Thorlacius, Ivar Axelsson, Óttar Rolfsson, Pétur Henry Petersen, Guðmundur Fertram Sigurjónsson Affrumað roð: Eðliseiginleikar sem styðja vefjaviðgerð Framleiðsla affrumaðs roðs felst í því að fjarlægja með söltum allar frumur roðsins þannig að sem minnst sé hreyft við náttúrlegri byggingu þess og efnasamsetningu. Framleiðsluferlið er affrumun, frostþurrkun og dauðhreinsun, annaðhvort með etýle- noxíði eða gammageislun. Einkum er lögð áhersla á að halda fitusýrum roðsins eftir en talið er að virkni þeirra skapi sérstöðu vörunnar og bættan sáragróanda. Affrumað roð er um það bil einn millimetri að þykkt og byggingin ekki eins og ólík mannshúð og ætla mætti. 575 Anna Sigurðardóttir, Sigurjón Örn Stefánsson, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, Tómas Guðbjartsson Hnífstunguáverki á hjarta meðhöndlaður með bráðum brjóst­ holsskurði á bráðamóttöku – sjúkratilfelli Hér er lýst fertugum karlmanni sem hlaut hnífstungu í hjarta sem olli gollurshúsþröng og hjartastoppi. Gerður var brjóstholsskurður á bráðamóttöku og tókst að koma hjartanu í gang með beinu hjartahnoði og loka síðan gatinu á hjartanu. Rúmlega hálfu ári síðar er sjúklingurinn við góða heilsu. 581 Guðrún Valdimarsdóttir, Anne Richter Straumhvörf í rannsóknum á fjölhæfum stofnfrumum og notagildi þeirra í læknavísindum Stofnfrumur úr fósturvísum eru fjölhæfar frumur sem geta annaðhvort endurnýjast og haldist ósérhæfðar eða sérhæfst í hvaða frumugerð sem er í líkamanum. Árið 1998 tókst að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna og breytti það sýn manna á nýja möguleika í vefjalæknisfræði. Aðeins 8 árum síðar tókst vísindafólki að mynda svo- kallaðar iPS-frumur, fjölhæfar stofnfrumur sem útbúnar voru með því að endurforrita líkamsfrumur. Þetta hefur gjörbylt hugmyndum um óafturkræfi frumuþroska. 589 Jólasjúkratilfelli Læknablaðsins 2015. Miðaldra prófessor með verk í vísifingri Prófessorinn sem kominn var af léttasta skeiði en grannur og hraustur að sjá leitaði álits geðlæknis og skurðlæknis. Hann hafði þjáðst í nokkra daga af verk í vísifingri hægri handar. 565 Helga Valfells Fjárfesting í heilbrigðistækni Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fylgist með framþróun heilbrigðis- tæknigeirans á Íslandi. Vonandi halda íslenskir læknar áfram að hugsa út fyrir kassann og þróa byltingarkenndar hug- myndir að nýjum heil- brigðistæknilausnum. L E I Ð A R A R árgangar að baki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.