Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 7
LÆKNAblaðið 2015/101 563
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Starfstækifæri lækna liggja víða, innan
lands og utan. Fjöldi útskrifaðra lækna
skiptir í raun litlu máli; ungir læknar munu
ekki velja að starfa hér á landi nema kjör
og starfsumhverfi verði sambærileg við
það sem tíðkast í nágrannalöndum. Í al-
þjóðlegum samanburði hafa innviðir heil-
brigðiskerfisins á Íslandi verið vanræktir
mjög lengi og þarfnast verulegrar fjárfest-
ingar eigi heilbrigðisþjónustan að ráða við
vaxandi verkefni sín á næstu árum.1
Nýr kjarasamningur kveikti vonir í
brjóstum margra um að fleiri læknar myndu
snúa aftur heim til starfa. Það hefur gengið
eftir í sumum sérgreinum en alls ekki öllum
og heilbrigðisþjónusta hér á landi stendur
víða tæpt um þessar mundir vegna skorts
á sérfræðilæknum. Þá er óásættanlegt að
kostnaðarauki vegna vakta lækna á Land-
spítala frá og með 1. janúar 2016 í nýjum
kjarasamningi sé ekki enn fjármagnaður
af ríkinu nema að hálfu leyti. Samkvæmt
útreikningum hagdeildar Landspítala og
lækna í samninganefnd Læknafélags Ís-
lands verður kostnaðurinn að minnsta
kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir
sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna
þessa liðar samninganna. Nýlega mætti
formaður fjárlaganefndar á opinn fund
með læknum á Landspítala og fullyrti að
kjarasamningurinn yrði fjármagnaður að
fullu. Nú ríður á að hún standi við orð sín
fyrir lok fjárlagagerðar í desemberbyrjun.
Skynsamlegt væri að formaðurinn kallaði
þegar eftir útreikningum samninganefnd-
ar ríkisins svo að Alþingi geti látið yfirfara
þá. Önnur leið væri að biðja Ríkisendur-
skoðun um að fara yfir málið. Enn skeikar
mörg hundruð milljónum þrátt fyrir óbil-
gjarna kröfu framkvæmdastjórnar Land-
spítala um breytingar á vaktalínum og yfir-
vinnu í sparnaðarskyni með tilheyrandi
launalækkun lækna um næstu áramót.
Ljóst er að verði fyrirsjáanleg útgjöld vegna
þessarar reiknivillu ekki bætt í fjárlögum
þá þarf að skerða þjónustu spítalans. Verði
það ekki gert er óhjákvæmilegt að kostn-
aður við nauðsynlega vaktþjónustu mun
leiða til rekstrarhalla.
Nýleg ákvörðun ríkissaksóknara um að
kæra hjúkrunarfræðing fyrir manndráp
af gáleysi er þó líklega mesta öryggisógn
sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna hér á
landi um þessar mundir. Eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum var hjúkrunarfræðing-
urinn að sinna störfum sínum á gjörgæslu
undir gífurlegu álagi á langri aukavakt.
Ákvörðunin grefur undan öryggismenn-
ingu sem hefur verið í örri þróun á spítal-
anum á síðustu árum. Góðar fyrirmyndir
er að finna hjá flugmönnum þar sem haft
er í öndvegi að greint sé frá mistökum til að
unnt sé að læra af þeim og koma í veg fyrir
að þau endurtaki sig.
Andstöðu lækna og heilbrigðisstarfs-
fólks við áform um sameiningu Ríkisspít-
ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1999 var
mætt með loforðum um að byggt yrði yfir
hinn sameinaða spítala á innan við áratug.
Þannig yrði þjónusta við sjúklinga og að-
staða starfsmanna bætt í nýju húsnæði og
hlutverk spítalans sem kennslu- og vísinda-
stofnunar eflt. Nú, 15 árum síðar, bólar ekki
á efndum. Á sama tíma hefur þjónustugeta
íslensks heilbrigðiskerfis skerst í hlutfalli
við niðurskurð og vaxandi þörf fyrir þjón-
ustu, eins og kemur fram í nýlegri skýrslu
Legatum-stofnunarinnar.2 Í sömu skýrslu
var Ísland í öðru sæti undir liðnum heilsa
og heilbrigðiskerfi árið 2010 í samanburði
við þjóðir heims, en hafði fallið niður í 18.
sæti árið 2015. En þjóðinni fjölgar og þeim
sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu
að halda fjölgar enn hraðar, svo sem öldr-
uðum og hælisleitendum.
Embætti landlæknis vann skýrslur um
stöðu mála og þörf á úrbótum á lyflækn-
ingasviði og geðsviði Landspítala á síðasta
ári sem sýna vel þörfina á endurbótum á
húsnæði sem hægt er að nýta nú þegar til
úrbóta á öryggi sjúklinga og starfsmanna.3
En hver ber ábyrgðina þegar fagfólk skortir
til að taka forfallavaktir eða þegar rúm
vantar til innlagna og sjúklingar bíða
klukkustundum saman eftir að komast af
bráðamóttöku á legudeildir; eru það vakt-
hafandi læknar og hjúkrunarfræðingar,
millistjórnendur, framkvæmdastjórar og
forstjórar Landspítala eða eru það nefndar-
menn fjárlaganefndar og formenn stjórnar-
flokka síðustu 15 ára? Svari hver fyrir sig.
Í nýlegri könnun Capacent-Gallup settu
90% svarenda úrbætur í heilbrigðismálum
í fyrsta sæti.4 Það verður spennandi að sjá
hvaða stjórnmálaflokkar ná að bregðast við
eindregnum óskum almennings um úrbæt-
ur nú þegar aðeins rúmt ár er til kosninga.
Á seinni hluta þessa árs hafa vonir
um betri tíð dvínað hjá mörgum læknum
vegna skorts á fjármögnun kjarasamninga
og tafar á byggingu nýs spítala. Þrátt fyrir
táknræna og gleðilega skóflustungu að nýju
sjúkrahóteli Landspítala hinn 11. nóvember
skortir enn á traust, öryggi og ekki síst
framtíðarsýn í heilbrigðiskerfinu, eins og
heilbrigðisráðherra benti sjálfur á nýlega.5
Vel stæð þjóð með afgang á fjárlögum á
ekki að sætta sig við heilbrigðiskerfi sem sí-
fellt berst í bökkum. Helstu áskoranir ríkis-
stjórnarinnar í fjármálum eru svo að segja
í höfn og ferðamenn flykkjast til landsins.
Nýtum það til að gera betur. Formenn
stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært
ákall almennings um úrbætur. Þess vegna
hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í
verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er
seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu við-
varandi hagræðingar og niðurskurðar sem
spannar brátt aldarfjórðung.
Heimildir
1. visir.is/islenskt-heilbrigdiskerfi-i-fallbarattu---baetum-
um-betur/article/2015151118749 - nóvember 2015.
2. vb.is/frettir/island-fellur-um-eitt-saeti-velmegnunar-
listanum/122204/?fb_action_ids=10206248417946910&-
fb_action_types=og.recommends - nóvember 2015.
3. landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24656/
Uttektir-a-Landspitala - nóvember 2015.
4. Capacent-Gallupkönnun kynnt á Mbl.is 14.9 2015
mbl.is/frettir/innlent/2015/09/14/heilbrigdismalin_i_
fyrsta_saeti/ - nóvember 2015.
5. mbl.is/frettir/innlent/2015/09/22/engin_stefnumotun_i_
heilbrigdismalum/ - nóvember 2015.
Destabilising the foundations of health and safety
Engilbert Sigurðsson
Professor of Psychiatry and Consultant Psychiatrist,
University of Iceland and Landspitali University Hospital
Editor-in-Chief of The Icelandic Medical Journal
engilbs@landspitali.is
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.12.52
Að höggva undan sér fæturna
Engilbert
Sigurðsson
Prófessor í geðlæknisfræði
og yfirlæknir læknadeild
Háskóla Íslands og geðsviði
Landspítala
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Læknablaðsins
flútíkasónfúróat
Hver sem ástæðan er,
hver sem árstíðin er
* Notist eingöngu í nef
IS_FF_0001d_12(1)_Avamys_Advert_A4_April2015.indd 1 22.04.2015 15:17:52
AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa.
Glaxo Group Ltd. R01AD12. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SPC
Innihaldslýsing: Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af fl útíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er
ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri). Avamys er ætlað til meðferðar við
einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri):
Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á
einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar.
Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til
11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna
ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í
hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka
skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Til að ná hámarksárangri af meðferðinni
er mælt með reglulegri notkun. Verkun hefur komið fram aðeins 8 klukkustundum eftir fyrstu notkun. Engu
að síður getur þurft nokkurra daga meðferð til að ná hámarksárangri og ber að upplýsa sjúklinginn um að
einkennin lagist við samfellda reglulega notkun. Tímalengd meðferðar ætti að takmarka við þann tíma sem
snerting við ofnæmisvaka varir. Börn yngri
en 6 ára: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Avamys hjá börnum yngri en 6 ára. Aldraðir
sjúklingar: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópi. Skert nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun
skammta hjá þessum hópi. Skert lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá sjúklingum með skerta
lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar við skömmtun hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi,
þar sem sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi eiga hugsanlega frekar á hættu að fá altækar aukaverkanir er
tengjast barksterum. Lyfjagjöf: Avamys nefúði er eingöngu til notkunar í nef. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð,
og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfi shafi : Glaxo
Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Nánari upplýsingar um lyfi ð fást
hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast
samþykktur 26. mars 2015. Ath. textinn er styttur.
Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
Pakkning og verð (október 2015)
Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.722kr
Heimildir: 1) samantekt á eiginleikum lyfs, www.serlyfjaskra.is
IS
/F
F/
00
01
d/
12
(1
)a
o
kt
ób
er
2
01
5
Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. S: 535 7000
Meðferð við einkennum ofnæmiskvefs1
Meðferð við einkennum ofnæmiskvefs1