Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 20

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 20
576 LÆKNAblaðið 2015/101 Hér er lýst tilfelli af Landspítala þar sem tókst að bjarga lífi ungs manns sem hlaut hnífstungu í hjarta. Tilfelli Karlmaður á fertugsaldri var stunginn með hnífi í miðborg Reykja- víkur. Nokkrum mínútum síðar var kallað á neyðarbíl sem flutti sjúklinginn á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Á leiðinni var hann með meðvitund en átti erfitt með öndun. Grunur vaknaði um þrýstiloftbrjóst (tension pneumothorax) og var grófri nál stungið í annað rifjabil vinstra megin og tæmdist út blóð og loft. Við komu á bráðamóttöku mældist blóðþrýstingur 120/50mmHg og púls 80 slög/mínútu, öndunartíðni var áberandi hröð (>25/mín) og húð gráföl. Meðvitund var skert en hann brást þó við sársaukaáreiti og meðvitundarstig var metið 13/15 á Glasgow Coma Scale (GCS). Á framanverðum brjóstkassa sást þriggja cm skurður vinstra megin við bringubein í þriðja rifjabili (mynd 2) en ekki önnur áverka- merki. Bláæðar á hálsi voru greinilega þandar og bráðaómskoðun bráðalæknis ( focused assessment with sonography in trauma, FAST) sýndi vökva í gollurshúsi. Á fáeinum mínútum féll blóðþrýst- ingur og sjúklingurinn missti meðvitund. Ákveðið var að svæfa sjúklinginn og barkaþræða hann inni á skoðunarherbergi á bráða- móttöku. Síðan var gerður vinstri brjóstholsskurður (anterolateral thoracotomy) í fjórða rifjabili og tæmdust út tæplega þrír lítrar af blóði úr fleiðruholinu. Á þessum tímapunkti hafði hjartað stöðvast alveg og blóð sást undir þöndu gollurshúsinu. Klippt var 12 cm gat á gollurshúsið tveimur cm ofan við þindartaugina í sömu stefnu og taugin. Rúmur hálfur lítri af blóði tæmdist úr gollurshúsinu og síðan var hjartað hnoðað með beinu hjartahnoði í rúmar fjórar mínútur. Við þetta fór hjartað aftur í gang, blóðþrýstingur hækkaði og ljósop sem höfðu byrjað að víkka drógust aftur saman. Á næstu mínútum fór hjartað fimm sinnum í sleglahraðtakt (ventricular tac­ hycardia) en með beinu hjartahnoði hrökk það aftur í reglulegan takt. Einnig var gefið adrenalín í æð, 8 einingar af neyðarblóði og einn lítri af Ringer Acetat® innrennslisvöka. Þegar blóðþrýstingur hækkaði sást hvernig blæddi frá framvegg hjartans en ekki tókst að komast að blæðingarstaðnum frá vinstra brjóstholi. Bringubeinið var því opnað endilangt með loftknúinni sög á bráðamóttöku. Sást þá tveggja cm gat á framanverðum hægri slegli sem blæddi úr í hverju slagi og jókst blæðingin eftir því sem blóðþrýstingur hækkaði. Gatinu var lokað með saumi (Prolene®) sem styrktur var með bót úr tefloni (mynd 3 og mynd 4) til að saumarnir skæru síður í hjartavöðvann. Við þetta varð blóðþrýstingur stöðugri og var sjúklingur færður á skurðstofu. Þar var lokað fyrir millirifja- slagæð sem hafði farið í sundur við stunguna, sárin blóðstillt og gert lekapróf á vinstra lunga sem reyndist þétt. Komið var fyrir fimm brjóstholskerum, skurðunum lokað og sjúklingurinn færður sofandi á gjörgæslu. Þar var honum haldið sofandi í fjóra sólar- hringa. Daginn eftir að sjúklingurinn var vakinn var hann fluttur á legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar og útskrifaður þaðan fimm dögum síðar, alls 9 dögum eftir að hann varð fyrir áverk- Mynd 2. Staðsetning áverka á brjóstkassa sýnd með rauðu striki. Teikning: Bergrós Kristín Jóhannesdóttir. Mynd 3. Mynd úr aðgerð. Á fram­ vegg hægri slegils var tveggja cm gat sem var lagfært með teflonbót (svört ör). Mynd: Sigurjón Örn Stefánsson. S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.