Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2015/101 577 anum. Ekki varð vart við sýkingar í skurðsárum en ekki reyndist unnt að undirbúa húð við upphaf aðgerðar. Sjúklingurinn var því hafður á fyrirbyggjandi sýklalyfjum í þrjár vikur. Ómskoðun af hjarta fyrir útskrift var eðlileg líkt og taugaskoðun. Tæpu ári eftir áverkann er sjúklingurinn við góða líðan, hjartastarfsemi er eðli- leg og engin merki um heila- eða taugaskaða. Umræður Hér er lýst sjúklingi með lífshættulegan stunguáverka á hjarta. Stunguáverkar á hjarta eru algengastir á framvegg, ýmist á hægri eða vinstri slegil.1,3 Í okkar tilfelli olli blæðingin bæði gollurshús- þröng og blæðingarlosti sem varð til þess að hjartað stöðvaðist. Með því að opna gollurshúsið og beita beinu hjartahnoði náðist hjartað í gang og þannig var hægt að koma blóði upp til heilans. Þetta er lykilatriði því hjá sjúklingi sem er ekki kældur og er með líkamshita í kringum 37°C koma fram óafturkræfar breytingar á heilavef eftir fjögurra mínútna hjartastopp.4 Fljótlegasta leiðin til þess að komast að hjartanu er að beita „clamshell“-skurði eða vinstri brjóstholsskurði, eins og hér var gert, og tókst að hefja beint hjartahnoð innan tveggja mínútna. Í þessu tilfelli var um að ræða hefðbundinn bráðan vinstri brjóstholsskurð. Eftir að komið er í gegnum fjórða eða fimmta rifjabil er rifjaglennu komið fyrir (mynd 5) og gollurshúsið opnað í sömu stefnu og þindartaugin, en skaði á henni getur valdið óafturkræfri þindarlömun. Í gegnum þennan skurð má draga úr blæðingu frá hjarta með því að þrýsta fingri eða nota uppblásinn þvaglegg til að loka gatinu tímabundið.4 Betra aðgengi að hjarta fæst með bringubeinsskurði líkt og við valaðgerðir á hjarta. Slíkur skurður tekur þó lengri tíma en brjóstholsskurður á milli rifbeina og nota verður sög eða sérstakar klippur. Þegar saumar eru teknir í hjarta verður að gæta vel að kransæðum, sérstaklega fremri millisleglakvísl (left anterior deschending, LAD) sem oft er skammt undan, líkt og í þessu tilfelli, en stórt hjartadrep getur hlotist af sé henni lokað. Í þessu tilfelli stafaði gollurshúsþröng af blóði sem hafði safn- ast fyrir í gollurshúsi en það er gert úr sterkum bandvef og þenst lítið út. Hægri gátt hjartans leggst því saman sem gerir hjartanu erfitt um vik að fylla sig. Fylling hjartans skerðist, dælugeta þess minnkar og sjúklingurinn fer í lost. Þetta lýsir sér í lækkuðum blóðþrýstingi, hröðum hjartslætti, þöndum bláæðum á hálsi og hjartahljóð eru dauf við hlustun. Í tilfellinu sem hér er lýst lækkaði blóðþrýstingur einnig vegna mikillar blæðingar, bæði út í gollurs- hús og fleiðru, en þangað blæddi frá millirifjaslagæð sem skorist hafði í sundur við stunguna. Hægt er að tæma út blóð við gollurshúsþröng (pericardiocentesis) með nál sem stungið er undir flagbrjósk bringubeins (processus xyphoideus) og létta þannig á fylliþrýstingi í gollurshúsi. Í þessu til- felli var blæðingin of mikil fyrir slíka ástungu. Í staðinn var beitt bráðum brjóstholsskurði sem er kjörmeðferð við þessar aðstæður. Í leiðbeiningum Advanced Trauma Life Support (ATLS) frá árinu 2008 er bent á að árangur við bráðan brjóstholsskurð sé bestur við hnífáverka, en síðri við skotáverka og sljóa áverka eins og eftir um- ferðarslys eða fall.6 Fjöldi rannsókna hefur staðfest góðan árangur við hnífstunguáverka sem bundnir eru við hjarta4,7,8 og í nýlegri rannsókn frá Osló lifðu 45% sjúklinga af áverka á hjarta á 10 ára tímabili, sem þykir einstakur árangur.1 Þetta er ekki fyrsta aðgerðin sem gerð er með þessum hætti hér á landi. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2011 var lýst 9 tilfellum þar sem bráðum brjóstholsskurði var beitt við alvarlega brjóst- holsáverka og lifðu fimm sjúklinganna.9 Hjá fjórum þeirra var gerður bráður brjóstholsskurður á bráðamóttöku, meðal annars hjá tæplega fimmtugum karlmanni sem stunginn var með hníf í hægri slegil hjarta. Meðferð hans var mjög svipuð þeirri sem beitt var í þessu tilfelli og lifði hann einnig aðgerðina af án fylgikvilla. Góður árangur við þessar aðgerðir hér á landi er í samræmi við Mynd 5. Teikning sem sýnir hvernig gollurshúsið er opnað. Mikilvægt er að gera það samsíða þindartauginni svo hún verði ekki fyrir skaða. Mynd: Bergrós Kristín Jóhannesdóttir. Mynd 4. Gatinu á hjartanu lokað á bráðamóttöku Landspítala í gegnum bringubeins­ skurð. Mynd: Anna Sigurðardóttir. S J Ú K R A T I L F E L L I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.