Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28
584 LÆKNAblaðið 2015/101 iPS-frumur sjúklinga hafa verið sérhæfðar í þá frumugerð sem sjúklingur hefur óstarfhæfa í líkama sínum og lyfjapróf gerð á þessum frumum. Raunverulegt dæmi um þessa nálgun er sam- eindafræðileg rannsókn á iPS-frumum úr barni sem þjáðist af hjartsláttartruflunum. Unnt var að greina stökkbreytingu í SCN5A-geninu sem olli longQT-heilkenni í barninu. Lyfjapróf- anir á iPS-ættuðum hjartavöðvafrumum gerðu það að verkum að hægt var að meðhöndla barnið með réttum lyfjum.42 Lækning með iPS-frumum hefur sínar takmarkanir fyrir utan kostnaðarliðinn. Í fyrsta lagi þarf erfðaþátturinn að vega þungt í sjúkdómnum eins og til dæmis í arfgenga slímseigjusjúkdómnum cystic fibrosis, sem orsakast fyrst og fremst af einni stökkbreytingu í CFTR-geninu. Þann sjúkdóm má þá rannsaka í lungnaþekjufrumum. Á hinn bóginn væri erfitt að skoða sjúkdóma þar sem margir erfða- og umhverfisþættir spila saman. Í öðru lagi skipta viðmiðin öllu máli eins og í öðrum tilraunum. Þegar farið var að búa til iPS- frumur úr sjúklingum var notast við iPS-frumuviðmið úr heil- brigðum einstaklingum. Ólíkur erfðafræðilegur bakgrunnur í þessum frumum er mikið áhygguefni og gæti eins verið ástæða svipgerðarbreytinga í stað stökkbreytingarinnar sem verið er að rannsaka. Þetta er talið vera brotalöm á þessum rannsóknum.43 Í þriðja lagi er nauðsynlegt að iPS-frumur – bæði viðmið og þær sem hafa stökkbreytingu – séu búnar til á sama hátt, það er með nákvæmlega sömu aðferð við sömu ræktunaraðstæður. Til við- bótar má nefna mögulega skekkju vegna mismunandi umfram- erfða því það hefur sýnt sig að iPS-frumur hafa mismunandi metýleringarmynstur. Það getur haft áhrif á getu frumnanna til að sérhæfast í tiltekna frumugerð. Lausn á þessu viðmiðunarvanda- máli er að nota fjölhæfar stofnfrumur sem hafa nákvæmlega sama erfðafræðilega bakgrunn utan stökkbreytingarinnar sem á að rannsaka, og mætti kalla þær samerfða (isogenic). Til þess að upp- fylla slíkan gæðastaðal þarf annars vegar að mynda iPS-frumur úr sjúklingi sem hefur ákveðna stökkbreytingu og búa svo til viðmið- unar-iPS-frumur með því að leiðrétta sömu stökkbreytingu í sömu frumum. Að öðrum kosti eru notaðar hES-frumur sem viðmið en stökkbreyting sem veldur sjúkdómnum yrði þá mynduð í sömu frumum og svipgerð síðan athuguð. Þessi nálgun er nú viðtekin og sem dæmi um slíkar aðferðir má annars vegar nefna athugun á LRRK2-stökkbreytingu sem talin er valda Parkinsonsjúkdómi44 og rannsókn á stökkbreytingu í KCNH2 sem veldur longQT-heil- kenni.45 Í Japan hefur löggjöf verið rýmkuð til þess að gera kleift að græða iPS-afleiddar litþekjufrumur í sjúkling sem þjáist af vota forminu af aldursbundinni hrörnun í augnbotnum. Ekki er búist við að í þessari fyrstu aðgerð sinnar tegundar verði strax mögu- legt að lækna hrörnunina heldur frekar að koma í veg fyrir enn meiri hrörnun og athuga hliðarverkanir, svo sem ónæmissvörun eða æxlisvöxt samfara aðgerðinni.46,47 Þar sem ákveðin stökkbreyting í geni veldur sjúkdómnum þyrfti að leiðrétta stökkbreytinguna á iPS-frumustiginu með gena- miðun (gene targeting) og sérhæfa frumurnar svo í kjölfarið í þá frumugerð sem sjúklingurinn þarf á að halda (mynd 2). Samstæð litningaendurröðun (homologous recombination) er mjög vel þekkt og áhrifarík aðferð til að slá út gen í músum („knockout-mýs“) en hún hefur reynst þung í vöfum við útslátt gena í hES-frumum og iPS-frumum.48 Á allra seinustu árum hafa miklar framfarir orðið í þessum geira. Transcription activator­like effector nucleases (TALENs) eru ensím sem kljúfa tvíþátta DNA á sértækum stöðum í genamenginu. Enn áhrifaríkari aðferð er CRISPR (Clustered re­ gularly interspaced short palindromic repeats) tækni sem er ný aðferð sem leyfir breytingar á erfðaefni frumna og lífvera. Þessi tækni býður upp á afkastamikla aðferð í erfðatækni sem mætti nefna genaskurðlækningar. Nýlega eru nokkur dæmi þess að CRISPR- tæknin hafi verið notuð til að leiðrétta stökkbreyttar iPS-frumur úr sjúklingum, svo sem Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.49 Ýmsar framfarir hafa þegar orðið á þessari nýju tækni til þess að forðast „off-target“ áhrif og má gera ráð fyrir að aðferðin verði þróuð enn frekar á næstu árum.50-52 Stytt leið – Líkamsfrumum umbreytt beint í aðrar líkamsfrumur Lengi hefur verið vitað að stjórnpróteinið MYOD1 stjórnar tjáningu gena sem hafa hlutverki að gegna í þroskun beinagrindavöðva. Ef þessu geni er skeytt í bandvefsfrumur þá virkjast vöðvaþrosk- unargen og frumurnar umbreytast í beinagrindavöðvafrumur.53 iPS-frumurnar ollu straumhvörfum í stofnfrumurannsóknum og í framhaldi af þessum mikla áfanga hafa vísindamenn prófað sig áfram með að umbreyta líkamsfrumum jafnvel beint í aðrar líkamsfrumur án milligöngu hinna fjölhæfu iPS-frumna (direct reprogramming). Ein af fyrstu tilraununum var gerð á rannsóknar- stofu í sykursýki, þar sem briskirtilsfrumur voru endurforritaðar í insúlín-myndandi beta-frumur í músum in vivo. Níu genum sem eru þýðingarmikil í beta-frumuþroskun var skeytt inn í bris músar í mismunandi samsetningum. Í ljós kom að samsetning þriggja gena, sem eru umritunarþættirnirnir NGN3, PDX1 og M A FA , var nægileg og nauðsynleg til þess að stuðla að umbreytingu briskirtilsfrumna í beta-eyju-frumur (20% heimtur).54 Þess má þó geta að báðar þessar frumugerðir eru afkomendur sama for- verans og því um færri utanerfðaþætti að ræða heldur en við umbreytingu frumugerðar í aðra frumugerð sem jafnvel á upp- runa í öðru fósturlagi. Í kjölfarið hefur mýmörgum frumum verið umbreytt. Vegna þess hversu algengt það er að hjarta- og æða- Mynd 3. Umbreyttar frumur. Unnt er að umbreyta líkamsfrumu beint í aðra líkams­ frumu án þess að endurforrita hana fyrst í fjölhæfa stofnfrumu. Fyrst tókst þessi umbreyting með forveramillistigi. Síðar tókst að umbreyta sérhæfðri frumu beint í aðra sérhæfða. Til dæmis er hægt að skeyta inn stjórngenunum GATA4, MEF2C , T BX 5 og H A ND2, sem eru hornsteinar hjartavöðvafrumna, og mynda þannig starfhæfar hjartavöðvafrumur. Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.