Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 40

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 40
596 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R byggð á því að gagnrýnendur þekkja ekki nægilega vel þær skipulagshugmyndir sem unnið er eftir á höfuðborgarsvæðinu. Umferð til og frá Vatnsmýrarsvæðinu hefur verið rannsökuð um árabil og vand- lega skoðað á hvaða tímum álagið er mest og hvernig megi stýra umferðinni þannig að hún gangi sem jafnast fyrir sig. Það er hægt að gera á ýmsan annan hátt en að bæta við akreinum. Og umferðartölurnar gefa ekki tilefni til að fara í miklar fjárfest- ingar í gatnakerfinu vegna fyrsta áfanga Landspítalans. En það er engu að síður ljóst að á næstu árum munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að fara í stórar fjárfestingar í samgöngumálum. En þær verða með aukinni áherslu á almenn- ingssamgöngur og einnig á möguleika íbúanna til að hjóla eða ganga.“ Breytt borgarmenning kallar á breyttar áherslur Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 70.000. „Til að mæta þessari fjölgun þurf- um við að hafa húsnæði, atvinnu, verslun og þjónustu og samgöngur í lagi. Ef við héldum sama striki og var síðustu 25 árin myndi einkabílum fjölga jafnmikið. Það hefur verið ákveðið að stefna frekar að því að auka valkosti í ferðamátum innan svæðsins. Þetta er grundvallarstefnu- breyting í skipulagsmálum höfuðborgar- svæðisins en um leið sambærileg stefna og við sjáum í svipuðum borgum í löndunum í kringum okkur. Það samrýmist ekki best þessum hugmyndum að staðsetja Landspítalann úti á jaðrinum.“ Vorið 2007 var efnt til alþjóðlegrar samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarsvæðisins án flugvallarins og bárust 136 tillögur. Úrslitin voru birt í febrúar 2008 með veglegri sýningu og útgáfu bókar með kynningu á öllum tillögum. Myndin sýnir verðlaunatillöguna frá arkitektastofu Graeme Massie í Edinborg. Verðlaunatillagan gerði ráð fyrir skemmtibátahöfn í Nauthólsvík og hér má sjá hugsýn arkitekt­ anna um sumarstemmningu á bryggjusvæðinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.