Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 47

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 47
LÆKNAblaðið 2015/101 603 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R er bannað. Þungunarrofi fylgja lítil vand- kvæði eða áhættur ef rétt er staðið að framkvæmdinni.8 Mikil breyting hefur orðið á greiningu þungunar með almennri notkun ómskoðana. Tímasetning í þungun er örugg. Í stað skurðaðgerða (útsogs/ útskafs) eru í meirihluta þungunarrofa notuð lyf (and-prógestín og prostaglandín- afleiða) til að koma af stað ferli sem líkist náttúrulegu fósturláti. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í sínum einkamálum endurspeglar viðhorf sam- tímans, og þar með til barneigna, fjöl- skyldumyndunar, kynhegðunar, hvers kyns læknismeðferðar, – jafnvel til lífs- loka. Lögin og túlkun þeirra hefur á síðustu fjórum áratugum mátt fella að almennum viðhorfum um rétt konunnar til að ákveða hvenær barneign er tímabær, á fyrstu stigum þungunar. Þá hefur mátt finna nýjum aðferðum til þungunarrofs með lyfjameðferð rými innan laganna. Túlkun og framkvæmd laganna hefur í reynd verið þannig að mat konunnar á eigin aðstæðum og vilji hennar er virtur við umsókn um þungunarrof á fyrstu 12- 16 vikum þungunar eins og staðfest var með hæstaréttardómi árið 1997.9 Konur eru samt enn í þeirri formlegu aðstöðu að tveir aðilar henni óskyldir verða að sam- þykkja beiðni hennar um þungunarrof. Nú mætti huga að endurmati á nauðsyn þessa ákvæðis og láta þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. Um leið mætti gera ráðstafanir til að styrkja framkvæmd forvarnanna svo sem allra fæstar konur þurfi að fara í þungunarrof. Það sem var minnihlutaálit árið 1975 er sennilega meirihlutaálit nú. Ekki verður aftur snúið til viðhorfa fyrri tíma. Heimildir 1. Alþingistíðindi, Reykjavík. 1934 A: 123. 2. Jónsson V. Icelandic Birth Control and Faeticide Act. Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis (seinna bindi): Iðunn. Reykjavík 1985: 174-81. 3. www.althingi.is/lagas/144b/1975025.html - nóvember 2015. 4. Karlsdóttir UB. Fóstureyðingalöggjöf og kvenréttindabar- átta. Íslensk fóstureyðingalöggjöf og áhrif kvennabaráttu hérlendis og erlendis á ákvæði laga um fóstureyðingar. BA-ritgerð í sagnfræði við HÍ, Reykjavík 1992. 5. www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item13094/ - nóvember 2015. 6. Bender. SS Kynlífsheilbrigði: Þörf fyrir stefnumótun. Tímarit hjúkrunarfræðinga. 2006; 82: 52-6. 7. www.althingi.is/altext/96/s/pdf/0429.pdf - nóvember 2015. 8. World Health Organization. Safe abortion: Technical & policy guidance for health systems. WHO, Geneva, 2015. apps.who.int/iris/bitstream/10665/173586/1/WHO_ RHR_15.04_eng.pdf - nóvember 2015. 9. Dómur hæstaréttar 4. des. 1997 í máli nr. 134/1997. Dómasafn réttarins 1997: 2600. Zovand 10 mg filmuhúðaðar töflur. ATC flokkur: N05CF02. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SPC. Heiti lyfs: Zovand 10 mg filmuhúðaðar töflur Innihaldslýsing: Ein filmuhúðuð tafla inniheldur: 10 mg zolpidemtartrat. Hjálparefni: 85,88 mg laktósa/filmuhúðuð tafla. Ábendingar: Skammtímameðferð við svefnleysi. Benzódíazepín og benzódíazepínlík lyf eru eingöngu ráðlögð þegar svefnleysi er alvarlegt og hefur hamlandi áhrif á einstaklinginn eða veldur honum miklum erfiðleikum. Skammtar og lyfjagjöf: Meðferð skal vera eins stutt og mögulegt er. Almennt varir meðferð frá nokkrum dögum upp í tvær vikur, að hámarki fjórar vikur, að meðtöldu tímabilinu sem dregið er úr notkun lyfsins áður en henni er hætt. Aðlaga á tímabilið sem verið er að hætta lyfjanotkuninni að hverjum einstaklingi. Í ákveðnum tilvikum getur reynst nauðsynlegt að lengja meðferðina fram yfir hámarkslengd; ef svo er, skal það ekki gert án þess að endurmeta ástand sjúklings. Taka skal lyfið með vökva rétt áður en gengið er til náða. Fullorðnir: Taka skal lyfið í einum skammti og ekki gefa það aftur sömu nótt. Ráðlagður sólarhringsskammtur fyrir fullorðna er 10 mg til inntöku rétt fyrir svefn á kvöldin. Nota skal minnsta virka skammt af zolpidemi og skal hann ekki vera stærri en 10 mg. Aldraðir: Hjá öldruðum eða veikburða sjúklingum sem geta verið sérstaklega næmir fyrir áhrifum zolpidems er ráðlagður skammtur 5 mg. Aðeins á að auka skammtinn í 10 mg ef klínísk svörun er ekki nægileg og ef lyfið þolist vel. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Ráðlagður skammtur fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi sem skilja lyfið ekki jafn hratt út og heilbrigðir einstaklingar er 5 mg. Aðeins á að auka skammtinn í 10 mg ef klínísk svörun er ekki nægileg og ef lyfið þolist vel. Hámarksskammtur af zolpidemi má aldrei verða meiri en 10 mg og á það við um alla sjúklinga. Börn og unglingar undir 18 ára: Zolpidem er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára aldri. Frábendingar: Alvarleg lifrarbilun. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Kæfisvefn. Vöðvaslensfár. Alvarleg öndunarbilun. Börn og unglingar undir 18 ára aldri. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins (SPC): 30. desember 2014. Athugið að textinn er styttur. Sjá nánar undir upplýsingar á vefsíðunni www.serlyfjaskra.is. Pakkningastærðir og verð í nóvember 2015: 10 mg 30 töflur kr. 1.514; 10 mg 100 töflur kr. 2.549 Ávísunarheimild og afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Williams & Halls ehf., Reykjavíkurvegi 62, 220 Hafnarfirði, Sími: 527-0600, www.wh.is. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá Markaðsleyfishafa.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.