Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 48

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 48
604 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Í tengslum við ráðstefnu alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna, FIGO (International Federation of Gynecology and Obstetrics), sem haldin var í október kom út á vegum samtakanna býsna svört skýrsla um heilsufarsleg og þjóð- hagsleg áhrif kemískra efna sem leynast í nánasta umhverfi manna, innanhúss sem utan. Höfundar skýrslunnar eru alþjóðlegur hópur fæðinga- og kvensjúkdómalækna og annarra vísindamanna austan hafs og vestan í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina (WHO). Aðalhöfundur skýrsl- unnar, Dr. Gian Carlo Di Renzo, heiðurs- ritari FIGO, hafði á orði við kynningu skýrslunnar að „við værum að drekkja heiminum í óprófuðum og óöruggum efnum.“ Í skýrslunni kemur fram að gríðarlega aukin umgengni fólks við eiturefni síð- ustu fjóra áratugi ógni frjósemi og heilsu manna, eigi þátt í milljónum dauðsfalla á hverju ári og hafi í för með sér árlegan kostnað upp á milljarða dollara. Meðal afleiðinga má nefna ófrjósemi, aukna tíðni fósturláta og andvana fæðinga, truflanir á fósturþroska, meðfædda vansköpun, vanþroskun taugakerfis, truflanir á vits- munaþroska, fjölgun krabbameinstilfella, og mögulega athyglisbrest og ofvirkni. Efnin sem þessu valda eru meðal annarra varnarefni sem notuð eru í landbúnaði og við matvælaframleiðslu, mengunarefni í andrúmslofti, plastefni og leysiefni. Hormónaraskandi efni Í þættinum Samfélagið á Rás eitt þann 5. október rakti Stefán Gíslason umhverfis- fræðingur efni skýrslunnar og sagði meðal annars að „það teldist ekki til tíðinda að birtar væru skýrslur um þetta efni en aldrei fyrr hefðu alþjóðasamtök lækna tekið jafn skýra afstöðu um þessi efni og gert er í þessari skýrslu.“ Undir þetta taka Þóra Steingrímsdóttir yfirlæknir og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við HÍ og Landspítalann og Kristín Ólafsdóttir líf- efnafræðingur og dósent í eiturefnafræði við læknadeild HÍ. Í skýrslunni koma fram yfirþyrmandi tölur um magn efna sem framleidd eru í heiminum og notuð í alls kyns iðnaði og það sem vekur hvað mestan ugg er að fæst þessara efna hafa gengið í gegnum nægi- legar prófanir til að öruggt sé að mönnum stafi ekki hætta af þeim. „Í skýrslu um stöðu þekkingar á hormónaraskandi efnum sem WHO og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna gáfu út árið 2012 kom fram að í notkun væru um það bil 800 efni sem talin væru geta truflað horm- ónastarfsemi líkamans og að aðeins lítill hluti þeirra hefði verið prófaður með tilliti til áhrifa af þessu tagi. Í skýrslunni kom líka fram að það sama gilti um flest önnur efni sem fyrirfinnast á markaðnum,“ segir Stefán Gíslason og bætir um betur með því að segja að „í raun vita menn sáralítið um áhrif þessara efna, því að aðeins lítið brot af þeim hefur verið prófað nægilega. Svipað gildir um önnur lönd, enda gera fríverslunarsamningar það að verkum að erfitt er að takmarka viðskipti með efni á milli landa og heimshluta.“ „FIGO eru mjög stór og áhrifamikil samtök og hafa átt mikinn þátt í því að draga úr mæðra- og ungbarnadauða í þriðja heiminum sérstaklega. Það er því full ástæða til að taka mark á því þegar þau stíga fram og vara við notkun efna Svört skýrsla um skaðleg áhrif varnarefna „Fjölmörg önnur efni eru í notkun sem ekki eru bönnuð þó áhrif þeirra hafi ekki verið rannsökuð til hlítar,“ segja Þóra Steingrímsdóttir og Kristín Ólafs­ dóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.