Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 3

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 3
ábendingar1 Pradaxa®(dabigatran) 5 NÝ IS -P R A- 14 -0 1- 30 , A U G 14 Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og(DVT) til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum Meðferð hjá fullorðnum við lungnasegareki og til fyrirbyggjandi(PE) meðferðar við endurteknu lungnasegareki Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls hnéliðskipti Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum* Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX * Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥ �okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥ LÆKNAblaðið 2015/101 443 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Logi Bjarnason (f. 1978) er listamaðurinn að baki verksins sem mynd er af á forsíðu Læknablaðsins. Verkið Alda er frá árinu 2014 og samanstendur af sveigðri kross- viðarplötu sem hallar upp að vegg. Platan er blámáluð og æðar krossviðarins sjást í gegnum litinn. Jaðar hennar er aftur á móti málaður eldrauður sem skapar sterka andstæðu við bláa litinn. Efri hluti plötunnar slútir fram og myndar form sem er undirstrikað af heiti verksins; eins konar báru sem er við það að brotna. Verkið var upphaflega gert fyrir sýninguna Dalir og hólar sem er reglulegur listviðburður haldinn á ýmsum stöðum í Dalabyggð og í Reykhólasveit. Verkið var einnig sýnt í Listasafni Reykjavíkur fyrr á þessu ári á sýningunni Nýmálað sem ætlað var að gefa sneiðmynd af stöðu málverksins hér á landi. Í því samhengi vakti Alda spurningar um eðli verksins sem er á mörkum hins tvívíða og þrívíða, málverks og skúlptúrs. Um leið er það á mörkum hins óhlutbundna annars vegar, sem samspil geómetrískrar abstaksjónar og frumlita. Hins vegar jaðrar það við að vera hlutbundið, sem einfölduð mynd af öldu. Logi hefur áður sýnt í verkum sínum áhuga á því að varpa fram grunnspurningum um listina, eins og spurningunni um hvað það raunverulega er sem listamaðurinn ber á borð fyrir áhorfendur sína? Er þetta málverk eða skúlptúr, abstrakt form eða mynd af öldu? Hvort er það listamað- urinn eða áhorfandinn sem ákvarðar það? Logi hefur ennfremur fengist við gjörningalist þar sem hann styðst mjög gjarnan við endurtekningu, aðferð sem í senn undirstrikar það sem endurtekið er en dregur úr því um leið í síbylju sinni. Það er því engin tilviljun að listamaðurinn tekst á við að myndgera öldu í verki sínu, fyrirbæri sem er eins og mantra náttúrunnar, stöðugt end- urtekið en þó aldrei eins. Hér reynir hann á allt að því broslegan hátt að fanga staka öldu og gera af henni mynd - eða öllu heldur ýja að henni - um leið og hann horfist í augu við þau mörk sem listamönnum eru sett við að líkja eftir náttúrunni. Logi nam myndlist við Listaháskóla Íslands, þá heimspeki við Háskóla Íslands og fór loks utan til Þýska- lands í framhaldsnám í myndlist við Städelschule í Frankfurt, sem hann lauk árið 2012. Hann starfar nú hér á landi og er auk listsköpunar virkur í félagsmálum myndlistarmanna, hann situr í stjórn Nýlistasafnsins og gegnir formennsku í Myndhöggvarafélaginu. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Í sumar lét Orlofssjóður Læknafélags Íslands reisa nýtt 80 fm orlofshús í landi Svigna- skarðs, og sjóðurinn á þar með fjögur hús á Vesturlandi: tvö við Hreðavatn og eitt í Húsafelli auk þessa. Húsið er í orlofshúsabyggð norðan við veginn um 10 km ofan við Borgarnes. Húsið er byggt eftir sömu teikningu og af sömu aðilum og byggðu orlofshúsin í Brekkuskógi fyrir Læknafélagið. Það er rúmgott með öllu til alls og svefnplássi fyrir átta manns, þremur herbergjum, baði, eld- húskrók, stofu og geymslu, að ógleymdum stórum palli allt í kring og heitum potti. Svignaskarð er fornt stórbýli. Sagan segir að þar hafi Snorri Sturluson haldið um 100 kálfa til að eiga nóg skinn að skrifa á sína Eddu, Heimskringlu, Ólafs sögu Tryggva- sonar og sennilega fleira. Það mega kallast kúbæt til ríma við þau megabæt sem nútíma- skáld þurfa. Og Snorri var líka með heitan pott. Mörg skáld hafa hugsað til Snorra og falls hans; Megas, Steinn Steinar og Hannes Haf- stein: Síðan gráta hrímgar hlíðar og holt um Borgarfjörð. Svignaskarð í Borgarfirði – nýtt orlofshús LÍ Glænýtt orlofshús með öllum græjum. Af pallinum sér yfir Borgarfjörð, holt og hlíðar, og suður til Skarðs- heiðar og Hafnarfjalls sem er kjörið til uppgöngu. Lj ós m yn d : L is ta sa fn R ey kj av ík ur / P ét ur T ho m se n

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.