Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2015, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.10.2015, Qupperneq 17
LÆKNAblaðið 2015/101 457 Áttatíu og sex ára gömul kona leitaði til heimilis- læknis eftir að hafa glímt í nokkra mánuði við mæði, hósta, surg við öndun og kyngingarerfiðleika. Hún hafði reykt en átti aðeins fjögur pakkaár að baki og tók lyf við háþrýstingi. Hún hafði hvorki fundið fyrir megrun né nætursvita. Skoðun var eðlileg fyrir utan surg yfir meginberkju við inn- og útöndun. Sýklalyf og berkjuvíkkandi lyf slógu ekki á einkenni og voru því fengnar tölvusneiðmyndir af brjóstholi sem 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3meinafræðideild Landspítala, 4Læknisfræðilegri myndgreiningu. Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. Greinin barst 16. apríl 2015, samþykkt til birtingar 19. ágúst 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Kona á níræðisaldri með mæði og surg við öndun Sigríður María Kristinsdóttir1 læknanemi, Elín Maríusdóttir2 læknir, Jón Gunnlaugur Jónasson1,3 læknir, Einar Steingrímsson4 læknir, Tómas Guðbjartsson1,2 læknir sýndar eru á mynd 1 og sést þar æxlisvöxtur. Fengin var öndunarmæling sem sýndi FEV1 0,90 L/mín (62% af spáðu gildi) og FVC 1,34L (73% af spáðu gildi). Blóðpruf- ur voru allar innan eðlilegra marka. Með aðstoð tölvu- sneiðmynda var stungið á æxlið og sjást smásjármyndir af æxlinu á mynd 2. Hver er greiningin og helstu mismunagreiningar, í hverju felst meðferð og hverjar eru horfur sjúklingsins? T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N Shttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.46 Mynd 1. Tölvusneiðmynd af brjóstholi (þversneið). Mynd 2. Smásjármyndir af æxlinu, H&E-litun til vinstri og TdT-mótefnalitun til hægri.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.