Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 38

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 38
478 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Katrín Frímannsdóttir er doktor í mati á skólastarfi og starfar við Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum sem yfirmaður matssviðs við allar fimm kennsludeildir stofnunarinnar sem þó skilgreinir sig fyrst og fremst sem klín­ íska heilbrigðisstofnun, þar sem yfir ein milljón sjúklinga fer í gegn árlega. Katrín bendir á merki Mayo-stofnunar- innar sem er samsett úr þremur sam- tengdum skjöldum. „Einingarnar þrjár eru menntun, rannsóknir og klíník og þær eru samtvinnaðar í öllu starfi og allri hugsun okkar sem störfum á Mayo. Þetta er ekki skrautfjöður sem einungis er hampað á tyllidögum heldur er þetta lifandi fyrir- mynd og haldið á lofti nánast daglega. Ég starfa á tveimur þessara sviða, menntun og rannsóknir en kem ekki nálægt klíník- inni enda er ég ekki læknir heldur kennari upphaflega, með masterspróf í skólastjórn- un og lauk síðan doktorsprófi frá Minne- sota-háskóla í matsfræðum. Síðan má segja að útkoman af þeim tveimur sviðum birtist á klíníska sviðinu enda erum við að mennta heilbrigðisstarfsfólk til þess að það geti bætt líf og líðan okkar sem þurfum á þeim að halda.“ Katrín er gift Haraldi Bjarnasyni sér- fræðingi í myndgreiningu æðasjúkdóma en hann er yfirmaður æðarannsóknar- deildar Mayo-stofnunarinnar. Þau hjónin hafa búið um árabil í Minnesota og eru eflaust mörgum íslenskum læknum að góðu kunn enda hafa margir dvalið um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra vegna náms og starfsþjálfunar á Mayo- stofnuninni. „Kennsludeildirnar fimm á mennta- sviði eru Mayo Medical School sem er læknadeild með 50 nemendur á ári en til stendur að stækka upp í 100 á ári að sögn Katrínar. Mayo Graduate School er meist- ara- og doktorsnámið sem býður eingöngu nám í lífvísindum. Mayo School of Gra- dual Medical Education er sérnám lækna, sérgreinar og undirsérgreinar. Þetta er mjög stór deild með um 2500 nemendur. Mayo School of Health Sciences býður nám í flestöllum heilbrigðisgreinum nema hjúkrun, sem á sér sögulegar skýringar því nunnurnar sem byggðu spítalann vildu ekki að Mayo myndi keppa við þær um menntun hjúkrunarfræðinga og það hefur ávallt verið virt. Mayo býður reynd- ar hjúkrunarfræðingum framhaldsnám á meistarastigi svo og í ýmsum sérgreinum og undirsérgreinum. Fimmti skólinn er Mayo School of Contiunous Professional Development sem býður endur- og sí- menntun. Þessi deild hefur um 130.000 þátttakendur á ári. Fyrir utan MSCPD eru samtals um 5000-6000 nemendur við stofnunina á ári.“ Mayo er Fyrirmynd Obama að breytingum Mayo Clinic er eitt stærsta sjúkrahús Bandaríkjanna en Katrín segir þó ákveðna mótsögn fólgna í því að kalla það sjúkra- hús. „Mayo rekur spítala með 2000 sjúkrarúmum í Rochester í Minnesota en það segir ekki nema lítinn hluta sögunnar því meginhluti starfseminnar snýst um göngudeildarþjónustuna. „Í dag eru sjúklingar rúm ein milljón árlega en stefnt er að því að fjölga þeim í 5 milljónir og hefur verið ákveðið að leggja einn milljarð dollara í stækkunina á næstu árum. Síðan eru einnig reknar starfsstöðvar í Flórída og Arizona auk þess sem Mayo rekur sjúkrahús og heilsugæslustöðvar í mörgum borgum í Suðaustur-Minnesota. Loks verður að nefna að Mayo er með samninga við fjölda annarra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva um öll Bandaríkin, Mayo Clinic Care Network, sem byggir á tilvísunum frá þeim til okkar. Þetta er því gríðarstórt hvernig sem á það er litið.“ Mayo hefur verið útnefnt heilbrigðis- stofnun ársins í Bandaríkjunum og þar er horft til þess hvernig gæði þjónustu fara saman við lágan kostnað. „Mayo hefur verið aðalfyrirmynd Obama forseta í til- lögugerð hans um endurbætur á heilbrigð- iskerfinu. Mayo Clinic er ekki einkafyrir- tæki í þeim skilningi heldur „non-profit“ stofnun (foundation).“ Starfsvettvangur Katrínar er semsagt innan þessa heilbrigðiskerfis sem er í rauninni mun stærra í sniðum en allt ís- lenska heilbrigðiskerfið og hennar hlut- verk er að fylgjast með gæðum kennslu og þjálfunar innan stofnunarinnar. „Við flutt- um hingað fyrir 25 árum eftir að hafa búið í þrjú ár í Noregi. Börnin voru þrjú og lítið hrifin af því að flytja hingað og ætlunin var að vera hér í eitt ár. Það var árið 1990 og við erum hér enn. Ég tók meistarapróf í skólastjórnun og tók síðan hlé í nokkur ár en þegar bauðst doktorsnám í mati á skólastarfi tók ég aftur upp þráðinn. Í millitíðinni fluttum við frá Minneapolis til Rochester þegar maðurinn minn réði sig á Mayo Clinic og til að gera langa sögu stutta varði ég doktorsritgerðina í desem- ber 2008. Ég réði mig til Mayo síðari hluta árs 2009 og var ráðin til að skipuleggja matskerfi fyrir meistaranámið og það gekk svo vel að yfirmaður alls menntageirans á Stýrir eftirliti með gæðum kennslu og þjálfunar á stærstu heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna Hávar Sigurjónsson ræðir við Katrínu Frímannsdóttur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.