Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 88
varhugavert væri að leiðrétta bæjanöfn þegar ekki væru hafðar gamlar
heimildir til hliðsjónar.6 Þetta má líta á sem fyrir boða þess sem koma
skyldi: Örnefnaskýringar voru eldfimt við fangs efni.
Flest það sem ritað var um örnefni framyfir aldamótin 1900 fjallaði um
tengsl örnefna og fornbókmennta og oftar en ekki voru nöfnin notuð
til að auka á gildi Landnámu og sagnanna og sýna fram á sannleiksgildi
þeirra.
Ritgerð Finns Jónssonar
Í fjórða bindi Safns til sögu Íslands sem út kom 1907-1915 birtist ritgerð
Finns Jónssonar, „Bæjanöfn á Íslandi“.7 Þar fjallaði hann fyrstur manna
um bæjanöfn á kerfisbundinn hátt og greindi þau niður í flokka. Í
formála gerir Finnur grein fyrir því hvað lá að baki. Örnefna rannsóknir
á hinum Norðurlöndunum voru lengra komnar en hér og Noreg bar þar
hæst, enda voru þá komin út hvorki meira né minna en tólf bindi af hinu
merka ritverki Olafs Ryghs, prófessors, um bæjanöfn í Noregi. Finnur
hafði einmitt hitt Rygh á fundi í Kristjaníu 1896 þar sem saman voru
komnir ýmsir háskólamenn og ákváðu þeir sín á milli að reynt skyldi
að efla örnefnarannsóknir um öll Norðurlönd. Því liggur ljóst fyrir að
ritgerð Finns var framlag hans til þessa verkefnis. Helstu rit sem Finnur
hafði til hliðsjónar við rannsóknir sínar voru Landnáma, Sturlunga og
Íslendingasögur, Jarðabækur, einkum Jarðabók Árna og Páls sem þá var
aðeins til í handriti á Ríkisskjalasafninu og svo ýmis skjöl sem prentuð
voru í fornbréfasafni.
Finnur kýs að flokka nöfnin í tvo meginflokka: Annars vegar ból-
festu- og byggðanöfn og hins vegar náttúrunöfn. Í bólfestuflokknum
voru t.d. nöfn með orðhlutum eins og -bær, -ból, -staðir, -kot, -gerði,
-stekkur, -stöðull og -sel. Náttúrunöfnin greindi hann niður í sjö undirflokka:
1) Sléttlendi: slétta, bali, skeið, mýri og hagi.
2) Ár, vötn og væta: á, lækur, foss, vað, brú og ferja.
3) Dældir og lautir: dalur, lág og botn.
4) Mishæðir, stórar og litlar: brekka, hlíð, hóll, fell, berg, hamar.
5) Gróður: holt, skógur og mörk.
6) Jarðhiti: laug og reykur.
7) Nöfn sem dregin eru af líkamshlutum: höfuð, hæll, skinn, hryggur,
háls.
BÆJANÖFN BROTIN TIL MERGJAR 87