Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 162
uppruna). Ef þessar konur voru upprunnar annars staðar gæti það þýtt að
þær hefðu vanist öðrum greftrunarsiðum og því hefðu grafir þeirra ekki
fundist, og þess vegna sjáum við færri konur meðal þeirra greftrana sem
þekktar eru. Ef ófundnu konurnar eru af lágum stigum kann það að hafa
þýtt að þeim var ekki valinn legstaður á sama stað og öðrum og því hafa
þær ekki fundist enn, eða munu aldrei finnast. (2) Munur á eignarhaldi á
landi og auð hefur valdið því að til voru fleiri auðugar konur sem voru
jarðsettar með viðhöfn. Verið getur að konur hafi fengið íburðarmiklar
greftranir til að marka eignarhald á landi. Slíkar greftranir kunna að
hafa verið nauðsynlegar á Suðurlandi á þessum tíma og kunna að vera
betur varðveittar eða auðfundnari vegna þess hve mikið var í þær lagt.
(3) Fyrstu landnámsmenn kunna að hafa haft mismunandi greftrunarsiði,
vegna þess að þeir komu frá mismunandi stöðum, eða höfðu haft viðdvöl
á Bretlandseyjum. Hugsanlegt er að sumar grafir hafi verið nærri sjó og
kunni því að hafa horfið vegna landbrots eða breytinga á sjávarstöðu, eða
þeim hafi verið valdir staðir sem við höfum ekki enn fundið.
Kyngervi er félagslegur eða menningarlegur tilbúningur. Þó að það sé
byggt á líffræðilegu kyni er það látið ná til hluta og hugmynda sem hafa
ekki líffræðilegt kyn. Þannig eru dauðir hlutir, verkfæri, vopn, skartgripir
o.s.frv. eignaðir sérstökum hópum fólks. Við rannsókn minjanna vill
okkur gleymast að skiptingin getur verið með öðru móti en nú á tímum.
Alveg eins og það þarf meira en eitt einkenni til að ákvarða aldur og
kyn beinagrindar með vissu, þarf meira en einn grip til að ákvarða kyn
þess sem greftraður er. Það hefur oft sýnt sig þegar reynt er að skilja
verkaskiptingu samfélagsins sem verið er að rannsaka, að hugmyndir okkar
um tiltekna gripi byggjast á gömlum hugmyndum okkar um venjulegan
útbúnað kynjanna sem byggir á hefðum, sögu og sögnum. Tiltekið skart
og sérstakir gripir eru eignaðir körlum og nútíma hugmyndir um hlutverk
og skyldur kynjanna eru lagðar til grundvallar. En þessar hugmyndir eru
ekki alltaf traustar. Vitneskjan um það ætti að koma í veg fyrir að við
látum villa okkur sýn. Undantekningarnar sem hér hafa verið nefndar eru
ef til vill bara fáein af þeim tilvikum þar sem reglur samfélagsins voru
brotnar, eða reglur samfélagsins voru ekki þær sem við höldum. Stalsberg
hefur haldið því fram að norrænar konur hafi fengist við verslun. Á Íslandi
hefur fundist kvenkuml með 14 met og annað með vogaskálar. Þetta gæti
verið vísbending um að hér hafi konur einnig fengist við verslun. Það
hefur lengi verið gengið út frá því að einungis konur hafi verið grafnar
með mörgum sörvistölum, en hér er til dæmi um karlmannsgröf með
28 sörvistölum. Verkaskipting og samsetning haugfjár hefur örugglega
KUML, KYN OG KYNGERVI 161