Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 19
gæti einnig skýrt að fáar grafir fundust í garðinum. Engu að síður var
stutt á milli mannvistarlaga í kirkjunni, ólíkt því sem var t.d. að Varmá í
Mosfellssveit, en þar virtist hóllinn þykkari og meiri ef teikningarnar eru
skoðaðar. Vera má að jarðvegsþykknun sé hraðari syðra en fyrir vestan.12
Kirkjurústin var mjög augljós og auðvelt að afmarka hana þótt frost-
verkanir hafi fært til þúfur. Þá hafði heyruðningum verið hent þangað –
eða fé fóðrað í tóftinni, sem einnig raskaði lögun hennar. Þegar farið var
að grafa í rústina komu í ljós ýmsir hlutir sem rugluðu fyrst í stað en svo
sást hvað gerst hafði. Eftir að kirkjan fór úr notkun sem guðshús virðist
húsið hafa verið notað sem skemma, jafnvel sem svefnhús, og síðan rústin
sem stekkur eða eitthvað viðlíka.
Síðasta kirkjan var vissulega með trégólfi og undir því var steingólf
sem hefur tilheyrt eldri kirkju, líklega einnig torfkirkju. Eldri gerð hefur
líklega verið úr timbri og legið á steinhleðslu og einhver eldri gerð verið
með timbursúlum gröfnum í jörð.
Freistandi var að bera þessa kirkju saman við aðrar torfkirkjur, s.s.
bænhúsið að Núpstað.13 Kirkjubólskirkja var þó stærri en sú sem stend-
ur að Núpstað. Veggirnir voru fremur illa farnir á annan veginn en
suðurveggurinn var steinhlaðinn að innan úr fremur voldugum steinum
og síðan torfveggur þar utan með. Kórmegin var svipað umhorfs nema
þar var hleðslan að mestu hrunin og þurfti því að hreinsa þar duglega
áður en hægt væri að sjá í gólfið. Norðanmegin í kirkjunni var hins vegar
búið að fjarlægja drjúgan hluta grjótsins úr gólfinu og fara illa með veggi,
m. a. virtist vera gróf hleðsla nokkuð frá vegg og torffylling á milli sem
leit út fyrir að vera eins konar flet eða bálkur. Vesturgafl var greinilega úr
timbri og sáust leifar aurstokks þar illa farnar.
Þegar litið var undir torfveggi kirkjunnar komu í ljós grafir. Það var
því augljóst að leifar timburkirkju hlytu að vera undir torfkirkjunni. Það
kom reyndar á daginn er við Ingimar snérum aftur til starfa í ágúst í um
vikutíma. Sáust þá ummerki um veggi timburkirkju á tvo vegu en á hina
tvo voru veggir með öllu horfnir. Þá komu þar einnig í ljós stoðarholur
fjórar, stórar vel, og höfðu þær seinna verið fylltar upp og settar hellur
efst. Ef spámannlega er með þessar upplýsingar farið má að minnsta kosti
greina þarna 3-4 byggingarstig. Það er reyndar í það minnsta hafi þarna
staðið kirkja í um fjögur hundruð ár eða meira.
Engar minjar fundust þarna, né heldur öskulög sem gefa hina minnstu
vísbendingu um aldur rústanna eða einstakra skeiða þeirra. Ekki er heldur
vitað um neina gripi frá Kirkjubóli á Byggðasafni Ísafjarðar, í Eyrarkirkju
né á Þjóðminjasafni.
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS