Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 152

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 152
RUTH MAHER KUML, KYN OG KYNGERVI Athugun á íslenskum greftrunarsiðum á víkingaöld Inngangur Félagsvísindi eru í örri þróun, bæði á Íslandi og annars staðar. Síðustu tvo áratugina hefur verið mikill vöxtur í rannsóknum á kyngervi. Rannsóknir Ingu Dóru Björnsdóttur og Kirsten Hastrup á þessu efni á árunum upp úr 1980 leiddu til fjölmargra mannfræðirannsókna á síðasta áratug 20. aldar. En hugmyndir um að skoða kyngervi við athuganir á fornleifum eru fyrst núna að koma fram á Íslandi. Nýlega hefur Michéle Smith fjallað um kyngervi í sambandi við gripi á Íslandi á víkingaöld.1 Rann sókn hennar getur talist upphaf kyngervisrannsókna innan íslenskrar fornleifafræði. Í eftirfarandi athugun verður reynt að beita slíku sjónar horni á íslenskt samfélag á víkingaöld. Í fjölmörgum rannsóknum er ekki gerður greinarmunur á kyngervi og líffræðilegu kyni, heldur gerður úr því einn flokkur og farið með kyngervi eins og það sé leitt af líffræðilegu kyni. Af þessum sökum er kyngervi oft ruglað saman við kyn einstaklinganna og gengið út frá því að aðeins séu til tveir flokkar: karla og kvenna. Sørensen kemst svo að orði að það sé hægt að grafa upp líkama með kynferði en það sé ekki hægt að grafa upp kyngervi. Kyngervið er hreyfiafl í félagslegum samskiptum og er samofið æviskeiðum og þjóðfélagsstigum. „Kyngervi er myndað pólitískt, félagslega, menningarlega og táknrænt frekar en líffræðilega gefið. Þannig er kyngervið ekki fyrirsjáanlegt, stöðugt eða óbreytanlegt…“2 Saman- burður milli mismunandi þjóða og staða sýnir að kyngervi eru gerð á marga vegu og það gerir það að verkum að óráðlegt er að ganga út frá neinu sem vissu fyrir fram, hvorki um fjölda kyngerva né hvað tengist hverju þeirra. Þess vegna verða kuml og greftrunarsiðir hér ekki skoðaðir bara út frá því hvernig þessir þættir breytast eftir líffræðilegu kyni, heldur verður einnig haft í huga hvaða hlutverki kyngervi gegnir þegar reynt er að skilja samfélag þess fólks sem nam land á Íslandi á víkingaöld.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.