Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 126
Á norskum stafkirkjum
eru þekktar um 700-
800 myndir, sem krot-
aðar eru innan á veggi,
stoðir og utan á dyr
eða útveggi. Oft sjást
myndirnar ekki nema
komið sé nálægt þeim,
enda eru þær oft á
óaðgengilegum stöðum.
Spanna þær efni frá
auðþekkjanlegum dýrum
og skipum til óskiljan-
legra mynstra, auk rúna
og latnesks leturs.16 Er
ekki fráleitt að ætla að
þarna séu hinir veraldlegu
og syndugu að koma
einhverjum skilaboðum
áleiðis til almættisins, misjafnlega virðulegum. Stinga myndirnar mjög í
stúf við hinn opinbera stíl sem annað skrautverk kirknanna er gert í.17
Í dómkirkjunni í Niðarósi fannst árið 1907 áletrun ein á súlu austan til
við dyrnar á suðurhlið kirkjuskipsins.18 Áletrunin hljóðar svo: LAVREN
TIUS CELVII ANUS PEÞRI.
Lavrentius Celvii er Lárentíus Kálfsson, biskup á Hólum í byrjun 14.
aldar. Anus þýðir endaþarmur á latínu, eða rassgat og Peþri er Pétur.
Þannig mætti túlka áletrunina sem Lárentíus Kálfsson, rassgat Péturs og er
þar sennilega átt við Pétur riddara Guðleiksson, vin Lárentíusar.
Áletrunin hefur væntanlega komið til á árunum 1294-1309 þegar
Lárentíus var í þjónustu Jörundar biskups í Niðarósi, áður en hann
sjálfur varð biskup á Hólum. Áletrunin er vafalaust til komin af þeim illa
ásetningi að klekkja á Lárentíusi, sem var þátttakandi í deilum Jörundar
biskups og kórsbræðra í Niðarósi.19 Ýjað er að því að Lárentíus hafi verið
samkynhneigður, sem þótti þá hin mesta hneisa. Sambærilegar aðdróttanir
um hvaðeina sem á að vera mönnum til ófrægðar eru alþekktar enn í dag.
Í flestum manngerðum hellum á Íslandi er krot og ristur af einhverju
tagi, svo sem myndir, búmörk og textar, bæði með rúna- og latnesku letri.
Langmest ber á fangamörkum manna, það elsta frá 1780.20 Fáar myndir
eru þekktar, en þó má nefna mannsandlit á hellisvegg á Haugi í Flóa og
4. mynd . Hér má sjá mynd af úlfi eða öðru óargadýri,
sem krotuð hefur verið á suðurvegg stafkirkju í Fortum
í Noregi. Teikningin er talin frá því um 1150 - 75.
Teiknað eftir Blindheim 1969:349. Teikning B.F.E.
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 125