Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 182
GREINARHEITI 181
Nær sé að hann hafi verið um 10-20 cm á ári. Ef svo er hefur kumlið
líklega verið að koma smám saman í ljós, án þess að því hafi verið veitt
eftirtekt fyrr en það var að mestu blásið. Með dreifingu áburðar á örfoka
holtið, uppgræðslu rofabarðsins og túnarækt hefur dregið verulega úr
uppblásturshraðanum á síðustu áratugum.
Í ljósi þeirra athugana sem gerðar voru á staðnum og samanburði við
fyrirliggjandi gögn verður að telja líklegast að Baldursheimskumlið hafi
verið á háholtinu, rétt sunnan við Grænavatnsgötur, þar sem þær beygja
til norðausturs, um 330-390 m austur frá bænum.
Segja má að slík niðurstaða sé viðunandi og ólíklegt að úr því sem
komið er sé hægt að komast miklu nær um staðsetningu kumlsins.
Tilvísanir
1 Þjóðólfur, 14. tölublað, 10. apríl 1862:70 – 71, Kristján Eldjárn 1983:95-96.
2 Sigurður Guðmundsson 1864:43. Kristján Eldjárn 1962:xx.
3 Sigurður Guðmundsson 1862:70.
4 Kristján Eldjárn 1956:267.
5 Kristín Huld Sigurðardóttir. 1981:7.
6 Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Orri Vésteinsson og Sædís Gunnardóttir 1998:12-13.
7 Adolf Friðriksson 2004:60.
8 Magnús Már Lárusson 1958:242, Almanak hins ísl. þjóðvinafélags 2004:84,
Ísl. alfræðiorðabók 1990:375.
Heimildir
Adolf Friðriksson 2004. „Haugar og heiðni. Minjar um íslenskt járnaldarsamfélag.“
Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Bls. 57-63. Ritstj. Árni Björnsson.
Þjóðminjasafn Íslands.
Arngrímur Gíslason 1861. Skýrsla og teikning af gripum. 1861. Handrit í Þjóðminjasafni.
Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Orri Vésteinsson og Sædís Gunnardóttir 1998. Fornleifaskráning
í Skútustaðahreppi II. Fornleifar í Baldursheimi, á Litlu-Strönd, Sveinsströnd, Arnarvatni,
Neslöndum, Vindbelg og Geirastöðum. Fornleifa stofnun Íslands. Reykjavík.
Guðmundur Ólafsson 2004. Baldursheimur í Mývatnssveit. Leit að fornu kumlstæði.
Rannsóknaskýrslur Þjóðminjasafns 2004:6.
Kristín Huld Sigurðardóttir 1981. Tvö ný Ulfbert sverð? Ljóri 2. árg. 1. tbl. Nóv. 1981. Bls.
7– 11.
Kristján Eldjárn 1956. Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi.
Kristján Eldjárn 1962. Fornaldarkuml í Baldursheimi Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Bls. ix
– xi og 1. Reykjavík.
Kristján Eldjárn 1983. Arngrímur málari. Reykjavík.
Magnús Már Lárusson 1958. „Íslenzkar mælieiningar.“ Skírnir CXXXII. Bls. 208-245.
Reykjavík.
Sigurður Guðmundsson 1862. Merkilegur fundur. Þjóðólfur. 14. árg. 17.-18. tbl. 10. apríl.