Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 55
séu búnir að vinna. Eftir þetta gengu málin hratt fyrir sig og 14. maí samþykkti Egill heimild til Stjórnarráðsins um ótakmarkaða kolatöku auk leyfis til að leggja vegi, byggja skýli og bryggju og nota landið eins og námuvinnslan útheimti. Leigan var 3 krónur og 50 aurar á hvert brottflutt tonn. Það fór hins vegar svo að stjórnin keypti námuna fyrir 16000 kr. og var afsalið gert 16. ágúst 1917.15 Jónas frá Hriflu fullyrti í grein um Tungunámu í Tímanum að nokkrir menn hefðu ásett sér að klófesta námuna áður en til þess kæmi að hreppurinn neytti forkaupsréttar og ætluðu að láta neyðina skapa verðið á kolunum.16 Hafist handa í Tungunámu Jónas Þorsteinsson verkstjóri var ráðinn til að stjórna námunni. Hann var vegavinnuverkstjóri og hafði unnið við brúarsmíði. Hann hafði einnig unnið í Dufansdalsnámunni við Arnarfjörð og mun það hafa verið forsendan fyrir ráðningu hans. Skriflegur samningur var gerður við hann síðar og þóttu ýmsum launakjör hans ærið rífleg, nálægt ráð herra launum fullyrti Gísli Sveinsson í umræðum um rekstur námunnar á Alþingi.17 Meðal þess sem Jónas gerði að skilyrði fyrir ráðningu sinni var að vinnan við námuna yrði ekki bara dýrtíðarvinna heldur skyldi einnig ráða hrausta og duglega menn til verksins. Með því móti yrði árangur af námurekstrinum sem mestur og slysahætta minni.18 Jónas verkstjóri fékk misjöfn eftirmæli. Gísli Sveinsson var mjög gagnrýninn á störf hans í umræðunum á Alþingi og einnig verður vart við óánægju hjá Geir Zoëga vegamálastjóra. Benjamín Sigvaldason lýsir honum hins vegar þannig að hann hafi verið vinsæll, meinlaus og afskiptalaus. Hann hafi aldrei skipt sér af verkunum sjálfum en séð um alla yfirstjórnina. Jónas hafi verið prúðmenni, glaðlyndur og góðgjarn og umgengist verkamennina sem jafningja.19 Nokkuð kveður við annan tón í frásögn Theódórs Friðrikssonar: Jónas yfirmaður hafði þar [í húsinu sem reist var við námuna. Athugasemd höfundar] tvær rúmgóðar stofur. Þar voru bornir fyrir hann sérstakir réttir um allar máltíðir, og færði sama stúlkan honum mat inn ævinlega. Sást það í hvívetna, að hann var þarna fyrir öllum mönnum. Hann gætti þess vandlega, að honum væri sýnd sem mest virðing og óbreyttir verkamenn træðu honum eigi um tær. Þótti það lítillæti af hans hálfu, er hann var svo alþýðlegur að þiggja í nefið hjá verka mönnum, en honum þótti gott neftóbak eitthvað það bezta, er honum var boðið... 20 54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.