Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 138
eigi yngri en frá miðri 10. öldinni. Þess má geta að kola sýnið, sem var
aldursgreint, var ekki greint til tegundar og því getur eiginaldur sýnisins
hafa verið hár. Stungið hefur verið upp á því að gripurinn sé trúlegast
tafla úr kotru.55 Er hann 3,75-3,85 sm í þvermál, 0,87 sm þykkur og 18,7
gr að þyngd.56
Á þeirri hlið, sem ég tel að snúið hafi upp (opinbera hliðin), eru
ristir tveir hringir hvor innan í annan og er punktur í miðjunni. Á milli
hringanna eru ristir 8 minni hringir með punkti fyrir innan (depil- eða
punkthringir). Á neðri hliðinni (persónulega hliðin) er mynd af allt
annarri gerð. Þar er tiltölulega fljótfærnislega krotuð mynd af dýri (ljón-
hundur-hestur-hjörtur?) og fyrir ofan það er eitthvert óhlutrænt skraut-
verk.57 Fyrir framan hausinn, eða neðri kjálkann, er lárétt strik. Minnir
óhlutræna skrautverkið á illa gerða pálmettu eða jafnvel hið óhlutræna
skrautverk Rangárhólksins og annarra gripa.58 Á lendar dýrsins eru tvö
samsíða strik krotuð og sýna þau líklega hala þess, tagl eða rófu. Þrír fætur
sjást á skepnunni59 og er hægri framfótur ógreini legur og hefur verið svo
frá upphafi. Hausinn er allur fremur illa farinn og óvíst er hvernig hann
hefur lítið út upprunalega. Gæti sést þar auga þar sem línur ganga í odd.
Fyrir neðan dýrið er gripurinn skaddaður, en trúlega hefur það ekki haft
nein áhrif á myndefnið.
Skrautverkið á neðri hliðinni er í almennum alþýðustíl, sem sækir
stílbrigði sitt til Hringaríkis- og Úrnesstíls, en þeir eru báðir 11. aldar
stílar. Úrnesstíllinn kemur þó ekki fram á sjónarsviðið fyrr en um miðja
11. öld.60 Gripurinn getur skv. því ekki verið frá 10. öld eins og kolefnis-
aldursgreiningin gefur til kynna, heldur í fyrsta lagi frá fyrri hluta 11.
aldar. Ef viðteknar skoðanir um aldur kotruspilsins á Norðurlöndum eru
hafðar að leiðarljósi getur hann ekki verið eldri en frá 12. öldinni, en þá
mun kotruspilið hafa komið til Íslands.61 Ekki er það þó fráleitt að spilið
hafi borist fyrr til landsins en áður hefur verið talið og gæti gripurinn
frá Viðey verið vísbending um
það. Aðrir gripir íslenskir virðast
styðja þá tilgátu.
Aðrar íslenskar kotrutöflur
Hér verður fjallað um nokkrar
kotrutöflur, sem koma að
gagni í umræðunni í þessari
grein. Aðeins verður fjallað um
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 137
20. mynd..Hreinteikning af myndunum eða
krotinu á kotrutöflunni frá Eyjafirði(?), Þjms.
2606. T.v. efri hlið, t.h. neðri hlið. Teikn. B.F.E.